Þegar hrós verður neikvætt háð

Það leynast gullkorn innanum í DV, og Fókus á þriðjudaginn var með áhugaverða grein:"Áhrifavaldur fordæmir notkun fólks á orðinu "hugrökk" - "þetta hefur brotið mig niður".

Á Facebook er algengt að oflofi sé hlaðið á kvenfólk, sérstaklega ungar dömur. Samkvæmt þessari grein eru sumir farnir að átta sig á því að oflof getur farið útí öfgar og virkað til að efla vantmetakennd og óánægju fólks með útlitið. Sjálfstraustið kemur innanfrá en ekki af því að verða svo háður hrósi að skortur á því fylli mann af þunglyndi, eða efasemdir um hvort það sé heiðarlegt.

Gerviheimur sumra samfélagsmiðla finnst mér óþolandi og fráhrindandi. Að vísu fjallar þessi grein í DV um fitufordóma, en það er sama, því konan sem pistillinn fjallar um er að lýsa því hvernig hrós getur virkað sem óþægilegar útlitskröfur.

Mér finnst eðlilegt að neikvæðni og jákvæðni haldist í hendur, hvort sem það er á Twitter, Facebook, eða í daglega lífinu eða annarsstaðar. Við getum ekki alltaf verið í góða skapinu eða hamingjusöm. Við eigum að leyfa okkur að vera reið og pirruð og annað fólk á að skilja það að sumt sem við segjum getur verið ófullkomið og rangt, en það rýrir samt ekki gildi þess sem við gerum vel eða segjum satt og rétt.

Eins getum við litið allskonar út og það er jafn skiljanlegt. Það er mikill skilningur að taka fólki eins og það er, og vissulega eru konur fallegra kynið, en þær vilja nú líka byggja upp sjálfstraust sitt á öðrum forsendum, sérstaklega í nútímanum.

En ef maður er tónlistarmaður hefur maður að vísu atvinnu af því að vera mærðarfrævari, eða lofrullubullari. Þó heillaðist ég mun meira af Megasi, Bob Dylan og Sverri Stormsker á sínum tíma sem fjölluðu um margt fleira en mærðarflærð í sínum textum, og lærði af þeim að gera hið sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 69
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 766
  • Frá upphafi: 108126

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 563
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband