8.10.2022 | 03:19
Enn eiga lyf að vera ráðið og hjálpin en ekki friðarviðræður
Bandarísk stjórnvöld haga sér eins og þau búist við því versta, heimsendi og kjarnorkustyrjöld. Gerir fólk þar á bæ sér ekki grein fyrir að ábyrgðin liggur hjá þeim sjálfum að miklu leyti að stigmagna þetta stríð með því að gefa Úkraínumönnum þessi ógrynni af vopnum?
Fyrirbyggjandi aðgerðir og friðarumleitanir eru það eina sem dugar, svona lyf myndu líka aðeins vera ætluð elítunni, og duga skammt ef gereyðingarstríð hefst.
Það er mjög furðulegt að nokkrum detti það í hug að eitthvað eftirsóknarvert sé að reyna að lifa í veröld sem hefur verið sprengd í tætlur, þar sem kjarnorkuvetur er kominn, náttúran farin úr skorðum, dýralíf horfið og jurtalíf að miklu leyti, byggingar rústir einar, himininn öskugrár og varla mögulegt að draga fram lífið, veikt fólk og deyjandi allsstaðar. Þetta er vitað að er framtíðarsýn eftir kjarnorkustyrjöld.
Ef þessi styrjöld væri ekki háð myndi Pútín ekki drepa Úkraínumenn. Ef hann vill nýta landgæði Úkraínu verður stríðið að hætta. Hættulegasti stríðsherrann er sá sem er að tapa. Ábyrgð Vesturlanda fer vaxandi eftir því sem hættan á kjarnorkuslysi, kjarnorkustyrjöld eða sýklavopnaárás eða efnavopnaárás eykst.
Nú þegar er það ljóst að Úkraínumenn og Rússar munu ekki sættast í náinni framtíð, og enn síður á meðan Pútín og Selenský eru við völd.
Vestrænir leiðtogar verða að skjóta hefnd á frest og reyna að líta á þetta raunsæjum augum.
Hvaða hryðjuverkahópar sprengdu upp Nordstream 1 og 2? Einhverjir sem vilja stríð en ekki frið, eða græða peninga á óförum Rússa og breytingum sem verða útaf stríðinu.
Nóg er af skaðvöldum. Framtíðarhugsunin hjá vestrænum stjórnmálamönnum á að vera að byggja upp Nordstream 1 og 2, og að bjarga Evrópu þannig frá orkukreppu. Áframhaldandi hryðjuverk, stríð og eyðilegging leiðir ekkert nema ömurleika og hrun af sér.
Ég veit að Katrín Jakobsdóttir vill vera samtaka öðrum vestrænum leiðtogum, en öll stigmögnun á hræðilegu ástandi bætir olíu á eldinn. Ólafur Ragnar Grímsson talar af reynslu og þekkir alþjóðasamskipti kannski betur en nokkur annar núlifandi Íslendingur.
Í gegnum alla sögu þessa Úkraínustríðs frá 2014 og kannski lengra aftur má sjá hvernig kynt hefur verið undir ófriði og reynt að koma Pútín frá.
Menn mega berjast mín vegna þegar búið er að útrýma gereyðingarvopnum. Það sem meira er, þau gera þjóðirnar latar og værukærar sem eiga þau og treysta á þau.
Maður á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af gereyðingarstyrjöld. Leiðtogar sem koma af stað gereyðingarstyrjöld eru ekki verðir þess að hræðast þá. Þá er lífið einskisnýtt og pólitíkin þar sem slík vopn eru til. Menning af þessu tagi er hrunin. Þá aðeins byggja menn hana upp að nýju ef þeir stefna að friði og uppbyggingu, samvinnu, skapa von, grundvöll lífs en ekki eyðileggingar.
Kaupa lyf gegn geislunarskaða fyrir 41 milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 80
- Sl. sólarhring: 154
- Sl. viku: 649
- Frá upphafi: 127085
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 495
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.