4.10.2022 | 01:15
"Hvenær munum við nokkrusinni læra?" söng Pete Seeger, það á enn við.
Á okkar tímum eru mannréttindi meiri en nokkrusinni fyrr, þó blasir möguleg gereyðingarstyrjöld við og hvorugur stríðsaðili vægir. Hvers virði eru þá mannréttindin sem barizt var fyrir á 20. öldinni og sem Vesturlönd leggja svona mikið í sölurnar fyrir, ef óttinn við að missa þau kemur af stað gereyðingarstyrjöld og heimsendi?
Það sem er merkilegt við rannsóknir á geimnum er að hvergi hefur fundizt líf nema á þessari plánetu, sem sýnir hvílíkt kraftaverk lífið er. Samt leika stórveldin sér að fjöregginu eins og allt sé þetta grín og ekkert annað.
Gamlir draumar um að stækka Rússland í sömu stærð og á tímum kommúnismans eru hluti af heimsmynd fyrri alda, þeir passa allrasízt við okkar öld gereyðingarvopna og hámenningar.
Að sama skapi eru draumar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um yfirburði Vesturlanda jafn hættulegir þegar ekki er hægt að sveigja af braut þeirra um stundarsakir, á meðan Pútín er við völd, ef nauðsynlegt er í óvenjulegum aðstæðum eins og núna.
Fermis þversögnin vekur upp spurninguna hvers vegna samskipti hafi ekki komizt á við geimverur svo vitað sé, miðað við fjölda þeirra stjarna í geimnum sem talið er að gætu hýst líf, og gera það sennilega eða gerðu einhverntímann.
Ef miðað er við Úkraínustyrjöldina sem stríðsaðilar hugsanlega færa uppí gereyðingarstríð, þá er lausnin augljós: Enginn guð er til, enginn verndandi kraftur, og í hvert sinn sem tilviljun skapar líf eins og á þessu hnetti eyðir heimskan því aftur með kjarnorkustyrjöld.
Ekki er hægt að segja að hugsjónir um mannréttindi séu annað en hræsni í þessu ljósi. Þegar þrjózkan verður skynseminni yfirsterkari verður öll menningin að barnaskap og sandkassaleik stríðsins.
Nær ómögulegt að ljúka stríðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 100
- Sl. viku: 784
- Frá upphafi: 129956
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 593
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.