Hannesarholt er góður staður

Ég hef spilað á allskonar stöðum og það er allt önnur tilfinning að spila í gömlu timburhúsi en í stórum sal steinsteypubákns. Þar fyrir utan var Hannes Hafstein auðvitað eitt aðalskáldið okkar Íslendinga, sama hvaða öld er viðmiðið. Það er vegna þess að nafn Hannesar Hafstein er tengt sjálfstæðisbaráttunni, fyrsti ráðherrann og orti ættjarðarljóð sem blésu mönnum kjark, bjartsýni og dug í brjóst, jafnvel ljóð eins og "Fákar" (sem Ómar Ragnarsson snéri eitt sinn útúr í dægurlagi sínu) lýsir ættjarðarást og stolti, því náttúrulýsingarnar eru svo magnaðar, tilfinningin svo skýr, lýsingin á íslenzkum veruleika og ekkert niðurrif eða bölsýni.

Húsið hans afa eða Ingvars bróðir hans hefðu getað orðið svona menningarsetur með sögu í Kópavogi.

Ég hef ekki spilað í Hannesarholti en hlustaði á eina tónleika þar áður en kófið byrjaði og það var mjög notalegur staður.

Mér finnst Reykjavík vera mjög til sóma í menningarlegum efnum og þar fær Dagur B. Eggertsson algert hrós frá mér, enda löng og rík hefð fyrir menningarlegum gildum hjá vinstrimönnum og jafnaðarmönnum.

Mér finnst Hannes Hafstein jafnvel enn betra skáld en hann er af mörgum talinn. Að minnsta kosti mætti rifja ljóðin hans upp og margra annarra þjóðskálda. Sem unglingur gerði ég lög við nokkur ljóða hans, og eitt söng ég á Holtaveginum árið 2000 þegar árshátíð var á vegum KFUM og KFUK. Það var raunar ástarljóð en ekki trúarljóð, en ég held að Hannes Hafstein hafi ort meira af veraldlegum kveðskap en trúarlegum.

Góðir áheyrendur eru samt auðvitað aðalmálið þegar að tónleikum kemur. Stundum er maður svo heppinn að allir hlusta með andakt og segja ekki múkk. Það er sjaldgæfara á öldurhúsunum um helgar, þá er oftast skvaldur. Þó kemur fyrir að fólk kemur til að hlusta þegar vín er við hönd.

Ég hef alltaf reynt að syngja texta eða kvæði með boðskap. Því miður hef ég oft verið óskýrmæltur og sungið lágt svo fólk hefur ekki alltaf greint orðaskil. Kannski hefur Megas haft meiri áhrif á mig en ég hef áttað mig á.

Það er frekar óhagkvæmt að koma fram á tónleikum með löngu millibili að sumu leyti. Bítlarnir fengu eldskírn í Þýzkalandi á sínum tíma. Það má líkja tónleikahaldi við að vera sjómaður, maður herðist og þjálfast ef maður þarf að spila mikið á stuttum tíma, feimnin fer af manni, ef maður gefst ekki alveg upp og hættir.

Fleiri tónlistarmenn þurfa að huga að góðri textagerð nú til dags, hvort sem þeir syngja á ensku eða íslenzku.

Annars er það rétt að kunnátta og færni í hljóðfæraleik er miklu meiri og almennari en var fyrr á tímum. Miklu fleiri hafa lært, sem er gott.

Einnig er það merkilegt hvað auðvelt er að fá góðan hljóm í græjum í dag. Algengast var áður fyrr að hljóðkerfin væru léleg og ódýr á þessum tónleikastöðum.

En ég hef lítinn smekk fyrir öllum tónlistarstefnum nútímans, rappi og öllum afleiðum þess. Eini kosturinn við rappið er vönduð textagerð oft þar.


mbl.is Hannesarholt opnar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 49
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 829
  • Frá upphafi: 130001

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 628
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband