28.9.2022 | 00:11
Taprekstur almenningssamgangna og fleira
Kjósendur Dags B. Eggertssonar halda því fram eins og hann að allt sé í sómanum með rekstur Strætó, að þar sé alltaf að aukast farþegafjöldinn. Einn hér á blogginu heldur því líka fram, Þorsteinn Briem, og sennilega fleiri, en svo koma svona fréttir sem gefa það til kynna að "ógnvekjandi þróun" sé hjá fyrirtækinu, "ákveðinn vítahringur", (hækkun fargjalda, færri farþegar), og það hlýtur að vera til marks um vanda í rekstrinum þegar þessi mikla hækkun kemur.
Þessi viðmælandi, Sindri Freyr Ásgeirsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, og því langmestar líkur á að hann kjósi Samfylkinguna og Dag B. Eggertsson, sem reynir að útrýma einkabílnum úr borginni, koma á Borgarlínu og gera almenningssamgöngur vinsælli.
Hann er sammála mér um að lágt fargjald sé mikilvægt til að fjölga farþegum fyrirtækisins.
En enn og aftur segir þetta að málflutningur Dags B. Eggertssonar og fylgismanna hans sé ekki alveg réttur um að Borgarlínan gangi upp, og hægt sé að gera almenningssamgöngur vinsælli með því að fækka akgreinum og þrengja að einkabílnum.
Það var Vigdís Hauksdóttir sem var mest áberandi í öflugri gagnrýni á Dag B. Eggertsson, og þessa Borgarlínu. Var hún flæmd úr borgarpólitíkinni með einelti og erfiðum starfsskilyrðum? Það er nú svo merkilegt að hægrimenn eru oft síður að kvarta yfir því sem þeir lenda í.
Það er merkilegt hvað það er mikil þögn um vinnubrögð Dags B. Eggertssonar núna þegar Vigdís er ekki þarna lengur, og það er merkilegt hvað margir eru tilbúnir að gagnrýna Lilju Alfreðsdóttur, því hún er ekki nógu vinstrisinnuð að þeirra mati.
Það má víst alveg orða það þannig að starfsskilyrði eru erfið fyrir suma.
Erlent dæmi um þegar viðmælendur fréttamanna snúa sannleikanum á hvolf, á Stöð 2 var leikið fréttaskot af dönskum hermanni, Anders Puck Nielsen, sem hélt því fram að tengsl væru milli þess að opnuð var gasleiðsla frá Noregi til Póllands og að sama dag voru sprengdar olíuleiðslur Rússa, Nordstream 1 og 2, sem Rússar tapa á, því eins og kom fram í Útvarpi Sögu í dag var Pútín búinn að gefa það í skyn að hann gæti verið tilbúinn að selja Þýzkalandi gas í gegnum leiðsluna þrátt fyrir viðskiptaþvinganirnar.
Samt sagði þessi undarlegi maður, Anders Puck Nielsen að þeir einu sem græddu á upplausn af þessu tagi væru Rússar! Tengslin benda þó fremur til þess að Danir sjálfir hefðu framið þessi hryðjuverk til að ganga í augun á Joe Biden, enda sterk tengsl á milli Bandaríkjanna og Danmerkur, og Danir vilja flest fyrir Bandaríkjamenn gera, viðskiptatengslin náin og allt það. Eða voru Norðmenn að þessu til að græða sem mest á sínu gasi?
Hverskonar fréttaflutningur er þetta? Segja ekki allir sér það sjálfir sem horfa á svona fréttir að fráleitt er hægt að treysta á viðmælendur lengur á sjónvarpsstöðvunum, þegar þeir halda einhverju fram sem stangast á við það sem haldið er fram?
Hækkunin knýr áfram vítahring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 30
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 605
- Frá upphafi: 132936
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 440
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi er fylgjandi Borgarlínunni en ekki einungis borgarstjórinn í Reykjavík.
Og fjórir stjórnmálaflokkar mynda borgarstjórnarmeirihlutann.
Borgarlínan verður fyrir öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, enda þótt hún verði fyrst tekin í notkun í Reykjavík og Kópavogi með brú yfir Fossvog.
Byggð verður þétt við Borgarlínuna, þannig að tugþúsundir munu búa nálægt línunni, enda er nú verið að þétta byggðina á öllu höfuðborgarsvæðinu.
Einkabílum verður að sjálfsögðu ekki útrýmt með strætisvögnum og flestir fullorðnir sem þá nota eiga einkabíl, enda þótt þeir kjósi að ferðast stundum eða jafnvel oft með strætisvögnum.
Með því að nota strætisvagna skapa menn að sjálfsögðu meira rými á götunum fyrir þá sem eru í einkabílum og í þeim flestum er einungis bílstjórinn á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi.
Og notkun bæði einkabíla og strætisvagna minnkaði að sjálfsögðu mikið í kóvítinu þegar flestir fóru hvorki í skóla né vinnu.
Á heimasíðu Strætó bs., sem er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu:
"Fjöldi farþega Strætó á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu jókst um 35% frá 2011 til 2018 en bílaumferð á hvern íbúa um 26%."
"Árið 2009 fór hver íbúi að meðaltali 37 sinnum með strætisvagni en 54 sinnum árið 2019."
"Fastnotendur Strætó voru 17.525 árið 2019, sem er 250% aukning frá 2011, þegar þeir voru 5.043."
"Um 41% íbúa höfuðborgarsvæðisins töldust notendur Strætó árið 2019 en 21% árið 2011."
"Þar að auki nýta 15% erlendra ferðamanna sér Strætó."
Þróun samgangna - Mannvit
Þorsteinn Briem, 28.9.2022 kl. 02:12
"Byggð verður þétt við Borgarlínuna", en í upphafi var ekki stuðningur við Borgarlínuna hjá almenningi eða yfirvöldum. Þetta er geimveruverkefni að utan, taprekstur samkvæmt erlendum martraðaklessuborgarhugmyndum. Erlendar stórborgir með glæpum, vímuefnum, stórfelldri mengun og óhamingju, engum til fagnaðar nema Fjandanum einum.
"Byggð VERÐUR þétt við Borgarlínuna", hvort sem fólki líkar það betur eða verr, ekki hlustað á mótmæli eða rök. Fasismi, gerræði. Almenningur verður látinn borga fyrir tapreksturinn hvort sem hann vill það eða ekki, eins og fyrir RÚV.
Meirihluti sveitarstjórnarmanna og nær allt Alþingi hugsa ekki sjálfstætt heldur telja það sína æðstu styldu að stimpla og samþykkja reglugerðir og hlýða erlendu valdi - í gegnum Dag og fleiri.
Þessar tölur útskýra ekki af hverju hækkun fargjalda er nauðsynleg núna eða af hverju fólki er gert erfiðara fyrir að kaupa fargjöld með Klappinu, þú verður að eiga nýjan snjallsíma til þess, fátækt fólk er stór hluti notenda kerfisins, sem hefur ekki áhuga eða efni á snjallsímum, kort í einn mánuð ekki lengur seld í sjoppum, stakir farmiðar ekki lengur seldir...
Vill fyrirtækið verða gjaldþrota? Hvað er það sem veldur?
Tölfræði sem sýnir uppgang á einu tímabili útskýrir ekki af hverju nauðsynleg er mikil hækkun fargjalda nú. Það bendir til að fyrirtækið eigi í vanda.
Hvernig er hægt að búast við að Borgarlínan verði sjálfbær ef ódýrara kerfi gerir það ekki, núverandi?
Ingólfur Sigurðsson, 28.9.2022 kl. 13:38
Jæja, lesið Stundina. Þar kemur fram að hundrað milljóna króna gat er í rekstrinum og þeir segja nauðsynlegt að Bjarni Ben og ríkisstjórnin bjargi þeim.
Hvernig í ósköpunum ætlar forsvarsfólk Borgarlínunnar að koma henni til framkvæmda úr því svona gríðarlegt tap er á rekstri almenningssamgangna?
Heimasíður sýna fegraða mynd. Heimasíða Strætó bs. meðal þeirra. Trúið ekki öllu sem kemur fram á heimasíðum. Það er yfirleitt varla einusinni hálfur sannleikurinn.
Hundraða milljón króna gat og samt vilja þau Borgarlínu? Samt var Miðflokkurinn talinn óalandi og óferjandi, eini flokkurinn sem benti á þetta af myndarskap! Nei, nú ættu Reykvíkingar að kjósa Miðflokkinn, það fólk ætti að fá uppreisn æru.
Ingólfur Sigurðsson, 29.9.2022 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.