Samsæriskenningar allsstaðar.

Gestir Gísla Marteins í settinu hans í gærkvöldi voru margir á því að eitthvað væri undarlegt við þetta sem yfirvöld kalla tilraun til skipulagningar hryðjuverka. Hin fræga Ragnhildur Gísladóttir var mjög efins um þetta og talaði um athyglisýki, og aðrir gestir lýstu því að þennan breytta veruleika væri erfitt að trúa á.

Að þessu sinni yfirtóku samsæriskenningar þátt Gísla Marteins. Eitt sinn þóttu þær rugl og órar hægriöfgamanna eða vinstriöfgamanna en nú eru þær orðnar áhugamál fólksins í landinu.

Spretta upp ýmsar samsæriskenningar hverjir raunverulega standa á bakvið þessar ætluðu árásir og hvaða ástæður reka þá áfram.

Ekki var minna um samsæriskenningar á Hringbraut þar sem Helgi Seljan og Þóra Arnórsdóttir létu ljós sitt skína og lýstu miklum samsæriskenningum sem þau væru fórnarlömb að, en yfirvaldið gerendur. Var Helgi Seljan sérlega fljótur að snúa þáttarstjórnandanum á sitt band, og fjalla um kælingu á Samherjamálinu, og að engin stoð væri í því sem þeim er borið á brýn.

Á þeim var að heyra að íslenzk yfirvöld væru ein allsherjar spillingarmafía. Samsæriskenning til vinstri dæmigerð. Ef satt er væri það mjög mikill áfellisdómur yfir öllum þeim sem koma að stjórn landsins í dag.

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur vildi ekki kannast við að hægriöfgahópar svonefndir beini spjótum sínum að lögreglunni eða Alþingi, miðað við það sem gerist í útlöndum í þessum málum.

Hér vakna því upp margar spurningar og samsæriskenningarnar þrífast af mörgu tagi.

Óttar Kolbeinsson Proppé, fréttamaður á Stöð 2 og sonur eins skólabróður míns, var með ágæta fréttaskýringu, hann rannsakaði málið og niðurstaðan var sú að mennirnir væru tengdir undirheimum landsins en ekki hatursglæpum eða hægriöfgum, að sögn þeirra sem þekktu annan þeirra að minnsta kosti.

Að ræða um að fremja fjöldamorð er ekki það sama og að fremja þau, reyndar nokkuð langur vegur þar á milli. Af öllum þeim sem vilja gera eitthvað slíkt láta fæstir verða af því. Ég skal þó viðurkenna að þessir menn eru líklegri til þess en aðrir sem seljendur og framleiðendur svona vopna.

Helgi Seljan var að tala um það á Hringbraut að reynt væri að beina athygli almennings frá aðalatriðunum í þessu byrlunarmáli eða Samherjamáli, hvað sem fólk vill nú kalla það. Fólk spyr sig hvort það eigi við um önnur mál líka.

Kynbætur á kúm og kindum ganga með góðum árangri á okkar jörð og landi en ekki eru þær taldar leyfilegar á fólki, nema eigendur okkar á öðrum hnöttum stundi kynbætur á okkur, eða skipulagða úrkynjun, miðað við helstefnuna sem ríkir. Þar eru samsæriskenningar ýmsar einnig.

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður taldi framvirkar rannsóknarheimildir óþarfar og vafasamar í stjórnsýslulegu tilliti, sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill koma á, sérstaklega í kjölfar þessa máls og umræðunni um það.

Í sama streng tók Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata og mæltist henni vel. Hún kallar sig öfgafemínista á Twitter, lögfræðing, akademiker og móður, en það sýnir að stundum get ég verið sammála þeim sem titla sig öfgafemínista.

Málflutningur hennar var ekki ósvipaður mörgum sem kallaðir eru öfgahægrimenn og kalla fasisma flest eða allt sem yfirvöldin gera á þessu landi, sérstaklega í sóttvarnarmálum. Píratar teygja sig langt og víða í leit að fylgi, það er kannski bara ágætt, því oft kemur öðruvísi málflutningur frá þeim en öðrum og eldri flokkum.

En það er hver höndin upp á móti annarri og að búa til samsæriskenningar og halda þeim fram er eitt aðaláhugamál fólks, yfirvalda jafnt sem almennings. Jafnvel kjánaflissþátturinn ógurlegi sem Gísli Marteinn stýrir vikulega er orðinn að samsæriskenningaþætti.


mbl.is Lögregla krafðist lengra varðhalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 605
  • Frá upphafi: 132936

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband