Mikilvægt að sem flestir verði sammála um hættuna við hamfarahlýnunina

Það er aldrei of oft sem fjallað er um mengunina og hamfarahlýnunina. DV fyrirsagnir eru góðar og lýsandi, ættu að vekja fólk til umhugsunar og skilnings á þessu: "Rio de Janeiro, Miami og Jakarta gætu (geta var skrifað, gætu er réttara) verið farnar undir sjó um aldamótin." "Prófessor segir of seint að grípa í taumana". "Nokkrar Kyrrahafseyjar (eyjur skrifað, er röng fleirtala), geta horfið á næstu áratugum vegna loftslagsbreytinganna"."SÞ segja að heimurinn geti orðið "óbyggilegt helvíti" fyrir milljónir  manna." "Ný rannsókn - tæplega helmingur regnskóganna gæti breyst í steppur."

Dr. Helgi Pjeturss talaði um helstefnuna í upphafi 20. aldarinnar, "mannkynið á rangri braut" er fullkomin en einföld skýring á orðinu helstefna.

Eitt í þessu þarf að athuga. Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir tengjast, þetta snýst allt um femínisma, kvenréttindi, jöfnuð og það allt, en þeir minnast ekki á að stuðningurinn við Úkraínu í þessu skelfilega Úkraínustríði dregur átökin á langinn og eykur mengunina, olía er brennd, allskyns mengandi efni fara útí andrúmsloftið, gas er brennt í stórum stíl, og þannig mætti lengi telja.

Ef Evrópusambandið og Vestrið í heild hefði ekki sent Úkraínumönnum vopn væri stríðið kannski búið núna með sigri Rússa. Ekki væri hætta á að Rússar beittu gereyðingarvopnum eins og sýklavopnum, efnavopnum eða jafnvel kjarnorkuvopnum. Flutningur á matvælum frá Úkraínu væri í betra lagi.

Hversu líklegt væri að Rússar héldu hernaði sínum áfram í öðrum löndum? Það var lengi áætlun þeirra að ná Úkraínu, eftir að valdaránið (byltingarnar eða uppreisnirnar) 2013 og 2014.

Að öllum líkindum væru Rússar ekki að seilast lengra en til Úkraínu, en búast má við að uppreisnir Úkraínumanna í smærri stíl hefðu haldið áfram, en mannfallið þó verið minna en í svona stórri styrjöld þjóðanna.

Mun stuðningurinn við Úkraínu verða sama heimskulega klaufasagan og Víetnamstríðið eða Íraksstríðið eða svipaðar styrjaldir? Eða verður stuðningurinn við Úkraínu eitthvað enn verra, upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar og mestu hörmunga mannkynssögunnar?

Ég held að margir vildu á okkar tímum hverfa aftur um 20 ár til þess tíma þegar Pútín tók þátt í alþjóðasamstarfi meira og mengunin var minni.

Nú þegar allar þjóðir krefjast meiri orku er það ljóst að vinstrimenn og jafnaðarmenn gerðu mistök. Það var búið að spá því að mengun færi úr böndunum með hjálparstarfi í fátækari heimsálfum, með því að stuðla að iðnvæðingu alls staðar. Þess í stað hefðu ríku löndin átt að fara til baka til einfaldari lífshátta, ekki setja húmanisma í forgrunn, mannhyggju og mannréttindi eða kvenréttindi, heldur umhverfismál fyrst og fremst.

 


mbl.is Mannkynið á rangri braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Pútler útskýrði í þaula í lok febrúar á þessu ári að Nató og Esb væru Heimskerfi lýginnar og þegar hann lýsti yfir takmörkuðu útkalli nú fyrir fáeinum dögum útskýrði hann að Nató og Esb ætluðu sér að rústa Rússlandi með öllum tiltækum ráðum. Því miður skilur Íslenska elítan ekki þungann í þessum orðum, eða muninn á hers- og efnahagsstyrk Rússa gagnvart Nató, eða hversu stór hluti borgara Covidríkjanna vill að Rússar komi og losi okkur við þjóðarvargana.

Guðjón E. Hreinberg, 23.9.2022 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 568
  • Frá upphafi: 105964

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband