Mál skipstjórans var loks í Kastljósi

Viðtalið í Kastljósi í kvöld við Aðalstein Kjartansson varaformann Blaðamannafélags Íslands og ákvörðun hans að fara með þetta fyrir Mannréttindadómstólinn í Evrópu, hvort það sem lögreglan gerði í sambandi við skýrslutöku standist lög hefur komið þessu loksins á áberandi stað í fjölmiðlana, þetta sem Páll Vilhjálmsson hefur verið að blogga um lengi og benda á, nema viðtalið í Kastljósi var frekar á þeim forsendum hvort blaðamenn séu alveg undanskildir lagagreinum um brot á friðhelgi einkalífs og slíkt.

En allavega er þetta stórt mál greinilega sem fær sívaxandi athygli í fjölmiðlum. Það er einnig mjög greinilegt að þetta er hápólitískt mál sem skiptir fólki í hægri og vinstri ágreiningsefni, þar sem framgangur þessara blaðamanna er í þágu vinstriafla þjóðfélagsins á meðan skipstjórinn sem kærði stuld á símanum er starfsmaður Samherja og tengdur hægriöflunum.

Mér fannst blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson býsna sannfærður um að ekkert hafi verið athugavert við framgang fjórmenninganna. Hann talaði um að ekkert liggi fyrir um að ummælin sem voru viðhöfð á Whatsappinu hafi komið úr umræddum síma skipstjórans eða nokkrum síma. Þetta fannst mér nokkuð grunsamlegt, því hann sagði að ekkert lægi fyrir um þessi tengsl, og fullyrti einnig að síminn hefði verið í fórum skipstjórans allan tímann, þannig að allt er þetta bogið mál. Orð gegn orði, fullyrðingar gegn fullyrðingum. En maður gat þó greint þrátt fyrir rólegt yfirborðsfas hans að honum var ekki alveg rótt, og var umhugað um að blaðamenn væru undanskildir þessum lagagreinum um persónuvernd, og lagði áherzlu á að Bjarni Benediktsson og fleiri úr hans flokki hefði komið að því að setja þessi lög sjálfir.

En er ekki munur á því þegar blaðamenn neyðast til að koma með persónulegar upplýsingar í fréttum vegna fréttagildis sem þær hafa og svo að rannsakað sé hvort þeir hafi tekið síma skipstjórans traustataki eða ekki og notað upplýsingar úr honum, þótt ekki sé auðvelt að sanna það?

RÚV fjallaði um þetta sem frekar léttvægt og vafasamt deilumál um Skæruliðadeild Samherja, eða eitthvað slíkt, en þó var spyrillinn Baldvin Þór Bergsson frekar beittur og hvass í spurningum, stóð sig frekar vel, en blaðamaðurinn Aðalsteinn vék sér fagmannlega undan þeim öllum, með svör á reiðum höndum.

Er Mannréttindadómstóll Evrópu hlutlaus? Er nokkur alþjóðastofnun hlutlaus?

Það eru takmörk fyrir réttmæti ágangs blaðamanna. Sérstaklega vegna þess að sumir blaðamenn reka erindi vinstriaflanna eingöngu, eins og þessir fjórir eru taldir gera.

Sennilega má segja að bloggarinn Páll Vilhjálmsson hafi hjálpað til að koma þessu máli meira í kastljósið.

Ég segi það enn að mér finnst Kveikur með því betra sem RÚV sýnir og Þóra hefur gert þar góða hluti, en það hvernig vinstrimafían og RÚV fóru  með Sigmund Davíð á sínum tíma fannst mér svívirðilegt. Því verða blaðamenn einnig að hafa hemil á sér og geta farið framúr réttvísinni í æsifréttastíl.


mbl.is Aðalsteinn yfirheyrður eftir frávísun Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 7
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 696
  • Frá upphafi: 130158

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 541
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband