Heimspekin til hjálpar bágstöddu mannkyni, til að þroska og bæta mannlífið

Ég lenti inná mjög fróðlegum spjallþræði hjá Jónasi Gunnlaugssyni, en hann fer oft djúpt í málin og heimspekilega. Þar komu fram gullkorn hjá ýmsum sem vert er að ítreka og skoða betur.

Sigurgeir Árnason rifjaði um nokkuð sem ég hafði lesið í bókum Swedenborgs fyrir löngu, og er mjög merkilegt. Þar kemur fram þetta sem mér þótti undarlegt fyrst þegar ég las það, að djöflarnir í vítunum dragast þangað sjálfviljugir fyrir eigin heimsku og löngun til þess vonda.

Annað sem mörgum kemur spánskt fyrir sjónir er að Swedenborg skrifaði um það að Vítisdveljendum væri ekki refsað fyrir fólskuverk heldur fyrir að kjósa rangt aftur og aftur.

Vítin eru mörg og okkar jörð er eitt slíkt víti, því við mennirnir erum að eyðileggja hnöttinn og við veljum það ranga, það er helstefna ríkjandi.

Ef maður ritskýrir orð Swedenborgs væri hægt að orða þetta á annan hátt. Guð vill hjálpa en sumir þiggja ekki hjálpina. Það má kalla það þrjózku eða eigingirni eða eina af dauðasyndunum sjö, margar ástæður geta verið fyrir því.

Ef við viðurkennum að sú skýring sé rétt að þessi jörð sé helvíti af ákveðnu tagi verður þetta skiljanlegra.

Í þáttunum Supernatural, sem voru með kristilegan boðskap í upphafi en enduðu með því að láta guð Biblíunnar verða drepinn af hetjunum, kom fram í þáttaröð 4 að englarnir í Biblíunni hafi upphaflega ekki verið "elsku mömmu" týpur heldur hermenn Guðs sem gáfu framið fjöldamorð og lagt borgir í rúst ef Guð fyrirskipaði það.

Jesús Kristur orðar þetta þannig í Nýja testamentinu að aðeins Guð sé góður. Sósíalistar snúa þessu við, og segja að aðeins þeir séu góðir, en trúarbrögðin skáldskapur hinna ófullkomnu manna.

Flestir vita að gagnslaust er að rökræða um pólitík eða annað við þá sem eru sannfærðir, hvort sem það eru pólitískir andstæðingar eða aðrir sem eru ósveigjanlegir.

Af orðum Krists má ýmislegt læra, að aðeins Guð sé góður. Það merkir í raun að maðurinn á að vera auðmjúkur og viðurkenna ófullkomleika sinn, og þörfina á samskiptum við æðri máttarvöld.

Af þessum orðum Krists má hreinlega læra að sósíalismi sé synd, jafnaðarstefna, femínismi og annað slíkt, sem úthýsir trúarbrögðum en upphefur manninn sem æðstu veruna sem ber alla ábyrgðina, á mannréttindum og öðru.

Í þessum þræði var það ég sem kynnti kenningar dr. Helga Pjeturss um að framlífið væri efniskennt, á öðrum hnöttum.

Það má orða þannig að fólk sem mengar jörðina og tekur þannig líf af börnum sínum og komandi kynslóðum hafi framið morð af ákveðnu tagi og jafnvel fjöldamorð, og einnig þeir sem koma í veg fyrir getnað með hatri á hinu kyninu, og þeir sem styðja eða eiga hlutdeild í því sem kallað er af mörgum þungunarrof. Slíkt orðalag býður uppá þann misskilning að konan verði þunguð af eigin rammleik og geti endað ferlið eins og að hætta í tölvuleik, og að ekki þurfi aðkomu lækna að því. Ranghugmyndir viðurkenndar verða æ fleiri.

Allt sem maður gerir öðrum eða sjálfum sér kemur til baka.

Auðrónarnir hafa náð miklum árangri. Gúlagið sem við erum í er að vísu stærra en þetta sem Stalín bjó til, en þegar fer að þrengjast að fólki með aukinni mengun og öðrum hörmungum verður ekki lengur hægt að segja að þeir sem hönnuðu það hafi verið óeigingjarnir.

Fólk sem byggir sér einbýlishús leggur persónuleika sinn í steypuna og timbrið sem fer í veggina og gólfin. Það kostar blóð, svita og tár að reisa hús af eigin rammleik. Andi býr í slíkri byggingu, og oftar en ekki er sá andi byggður úr ást og kærleika, en ekki braski og myrkri.

Að gera fólki kleift að koma sér þaki yfir höfuðið er göfugt og eins að gera sem flestum kleift að vinna fyrir sér og fá þannig sjálfsvirðingu sem mesta. Þetta eru góðir þættir í frjálshyggjustefnunni. En að bindast á klafa alþjóðahyggjunnar og auðrónanna er að festa við sig akkeri sem dregur niður.

Lokaorð Jónasar sjálfs í umræðunum voru góð þar sem hann óskaði bæði Úkraínumönnum og Rússum friðar, og samvinnu við aðrar þjóðir. Hann kom einnig inná það að hatur Vesturlandabúa á Rússum hefur leitt þá útá þessa ógæfubraut. Þar berum við öll ábyrgð.

Þýzkaland er á vissan hátt ennþá örlagaríkið. Nú þegar vígvæðing og vopnvæðing fer þar fram mætti fólk þar spyrja sig hvort ekki sé hægt að bjarga bæði Evrópu og Rússlandi saman með því að bjóða Pútín að kaupa aftur olíu og gas ef hann sezt við samningaborðið ásamt Selenský og ef báðir leggja niður vopnin sem kröfu.

Heimspekingar mannkynsins og aðrir meistarar komu með lausnir. Við þurfum að rifja upp þeirra speki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég samdi þennan pistil og vissi að hann var innihaldslega góður en fór ekki yfir innsláttarvillur. Rifjaði UPP átti að vera hér í annarri málsgrein, sem GÁTU framið fjöldamorð, þegar fjallar var um engla Guðs.

Lesendur hafa ósjálfrátt leiðrétt í huganum, en rétt skal vera rétt.

Ingólfur Sigurðsson, 18.9.2022 kl. 13:21

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að heimspekilegar vangaveltur til einfaldra lausna á stórfeldum vandamálum, líkt og friðsamleg lokaorð ykkar Jónasar Gunnlaugssonar hvetja beinlínis til í síðustu málsgreinum ágætrar færslu þinnar, séu helst vanvirt og nánast varhugaverð til notkunar.

Jónatan Karlsson, 18.9.2022 kl. 15:05

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Vissulega. Það sem gerist oft er að menn reyna að semja um frið og byrja síðan aftur að berjast. En ég er sammála Ólafi Ragnari Grímssyni að Pútín á eitthvað mannlegt í sér. Menn verða varla skrímsli skyndilega. Ég skil alveg hvernig menningin í Rússlandi hefur þróazt í þessa átt, sem hatursmenning gegn Vesturlöndum. Þetta er ekki stefna Vesturlanda, en Jónas hefur allavega verið ómyrkur í máli um það að peningaöflin á Vesturlöndum standi á bakvið þetta stríð, hafi verið gerendur.

Það er valdabarátta í Rússlandi, og jafnvel þótt Pútín fari frá völdum er þetta ekki búið. Sömu deilur eru í öðrum löndum þótt minna fari fyrir þeim. Ég held að nú hafi stríðið verið að færast til Evrópu smátt og smátt, norðar og sunnar, með því að gera önnur lönd verr stödd efnahagslega hefur Pútín kynt undir stríðsástandi þar. Er þetta fórnarkostnaðurinn sem ESB er að kjósa eða Bandaríkin?

Ingólfur Sigurðsson, 18.9.2022 kl. 18:27

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þegar maður skilur til fulls að einungis Skaparinn er góður, skilur maður að enginn maður kann skil á muninum á milli góðs og ills, eða yfirhöfuð hvað sé veruleiki. Þá sér maður sífellt betur hvernig "vítin" sem "við" erum svo dugleg að skapa í mannheimi renna frá þessari rót, rétt eins og spámaðurinn Eva og heimspekingurinn Adam áttuðu sig á og kóðuðu í snilldarlegum einfaldleika.

Guðjón E. Hreinberg, 20.9.2022 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 43
  • Sl. sólarhring: 133
  • Sl. viku: 707
  • Frá upphafi: 130292

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband