Það væri gott ef Kristrún Frostadóttir myndi enda útilokunarstefnu Samfylkingarinnar.

Kristrún Frostadóttir gæti verið tákn breyttra tíma hjá Samfylkingunni. Ekki er enn ljóst hvernig hún myndi breyta flokknum endanlega, ef hún yrði næsti formaður, en þær breytingar eru hafnar sem miklu varða, en með yfirlýsingunum um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og minni áherzlu á nýju stjórnarskrána er hún að færa Samfylkinguna nær Framsóknarflokknum, sem er sveigjanlegri í svona málum, sem hljómar skynsamlega miðað við gríðarlega kosningasigra hjá Framsókn að undanförnu en ekki Samfylkingunni. Fólk virðist kunna að meta sveigjanleika og samstarfsvilja Framsóknarflokksins en ekki útilokunarstefnu Samfylkingarinnar eða harða prinsippafstöðu, sem er vond íslenzka, harða grundvallaratriðaafstöðu.

Síðan á það eftir að koma í ljós hvort Samfylkingin myndi stækka mikið undir forystu Kristrúnar, sem vel gæti orðið næsti formaðurinn, eða forstýran.

Katrín Jakobsdóttir hefur að minnsta kosti gert sitt bezta til að koma stefnu síns flokks til framkvæmda í þessu samstarfi. Þótt grasrótin í flokknum sé óánægð hefur Samfylkingin jafnvel enn óljósari stöðu og fylgi.

Ég er ekki til í að afskrifa Samfylkinguna ennþá eins og sumir gera, og miðað við hversu stór hluti Íslendinga er farinn að kjósa frjálslega en ekki af hollnustu lengur er alveg líklegt að næsta ríkisstjórn verði Píratar og Samfylking og svo einhverjir flokkar með. Jafnvel er ekki útilokað að Kristrún myndi starfa með Sjálfstæðisflokknum. Hennar tal er meira á hagfræðilegu og lausnamiðuðu nótunum, frekar en harðlínufemínísku nótunum, sem hefur fælt flokkinn frá samvinnu við hægriöflin. Það yrði einnig gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef útilokunarstefna Samfylkingarinnar hætti. Samfylkingin var stofnuð til að komast í ríkisstjórn, sennilega.

En það er svolítið hlálegt að á meðan Kristrún vill gera Samfylkinguna að stórum jafnaðarflokki á okkar landi heldur kratisminn áfram að vera meira og minna dauður í Evrópu þar sem hann varð til.

 


mbl.is Helga Vala „innilega ósammála“ Kristrúnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn

1.9.2022:


Stjórnarflokkarnir næðu ekki þingmeirihluta ef kosið yrði núna - Fylgi Samfylkingarinnar eykst um fimmtíu prósent

Það er einfaldlega á stefnuskrá Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar að framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu og Kristrún Frostadóttir hefur samþykkt það á Alþingi.


Og önnur þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um aðildarsamninginn.

152. löggjafarþing 2021-2022:

Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu

21.3.2022:


"Fram kemur í grein­ar­gerð til­lög­unnar að þings­á­lykt­un­ar­til­laga af nákvæm­lega sama meiði hafi verið lögð fram á 144. lög­gjaf­ar­þingi af Árna Páli Árna­syni, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, Guð­mundi Stein­gríms­syni og Birgittu Jóns­dótt­ur.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, þá leið­togi Vinstri grænna í stjórn­ar­and­stöðu en nú for­sæt­is­ráð­herra, mælti fyrir til­lög­unni er hún var borin fram í mars 2015.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni, sem dreift er á Alþingi í dag, er vísað til þess að í júlí 2009 hafi Alþingi ályktað að fela rík­is­stjórn­inni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og að loknum við­ræðum við sam­bandið yrði haldin þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um vænt­an­legan aðild­ar­samn­ing.

"Sú þings­á­lyktun er enn í fullu gildi, enda hefur hún ekki verið felld úr gildi með annarri ályktun Alþing­is," segir í grein­ar­gerð­inni.

Og því er bætt við að til­gangur til­lög­unnar sé að fylgja eftir þeim vilja Alþingis sem end­ur­speglist í þings­á­lykt­un­inni frá árinu 2009."

Vilja þjóðarratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið

Og Kristrún Frosta­dótt­ir segir í þessu viðtali við Kjarnann að núna sé ekki meiri­hluti á Alþingi fyrir því að sam­þykkja frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórn­ar­skrá.


Það er að sjálfsögðu ekki nýjar fréttir og þýðir ekki að Kristrún sé alfarið andvíg frumvarpinu, þannig að hún boðar ekki stefnubreytingu hjá Samfylkingunni í þessum málum.

11.9.2022 (síðastliðinn sunnudag):

Kristrún Frostadóttir: Það er ekki meirihluti núna á Alþingi fyrir frumvarpi stjórnlagaráðs

Og Alþingi getur að sjálfsögðu samþykkt stjórnarskrá sem yrði ekki nákvæmlega eins og frumvarp stjórnlagaráðs, enda hefur almennt ekki verið búist við því að breyting á stjórnarskránni yrði nákvæmlega eins og frumvarpið.


Frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá

"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."


"79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi.

Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.

Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta skal hún staðfest af forseta lýðveldisins og er hún þá gild stjórnskipunarlög. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 17.9.2022 kl. 10:15

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það fer mjög eftir könnunum og tímabilum hvernig útkoma kemur úr skoðanakönnunum um afstöðu til ESB. Yfirleitt hefur þó verið meiri andstaða við aðild og stundum mjög mikil andstaða. Hér eru tekin dæmi frá könnun sem henta viðhorfi til aðildar.

Að fylgi Samfylkingarinnar aukist um 50% segir ekki allt, já miðað við arfaslaka útkomu þeirra um skeið. Þau eru langt frá því að vera sú fylking sem til var stefnt í upphafi samt.

Samfylkingin hefur verið hrópandinn í eyðimörkinni með ESB tal sitt. Viðreisn hefur heldur ekki orðið stór flokkur af því tali.

Kannski er það betra að fara í ESB. Þá losnum við sannarlega við eitthvað argaþras, en líka leifarnar af sjálfstæðinu.

Minn pistill er skrifaður dálítið í viðtengingarhætti, og velt vöngum hvað gæti gerzt. Það kemur í ljós hvernig þetta verður ef við gerum ráð fyrir að Kristrún verði næsti formaður Samfylkingarinnar.

Kristrún talar að minnsta kosti almennt frekar eins og Sjálfstæðismaður en erkifemínisti, og það er það sem ég kalla breytingar. Hún hefur áhuga á hagfræði, ekki bara mjúku málunum.

Ég hef mjög litla trú á því að nýja stjórnarskráin verði samþykkt óbreytt. 

Nei, Kristrún hefur ekki boðað breytingar á stefnu Samfylkingarinnar, rétt er það, en Helga Vala er innilega ósammála henni um sumt, og Helga Vala hefur mótað stefnu flokksins mjög mikið að undanförnu með Loga og fleirum.

Kristrún sagði að minnsta kosti ekki í samtali við Kjarnann að nýja stjórnarskráin sé hennar brennheita baráttumál. Hún benti á annmarkana við að innleiða hana.

Margir Píratar hafa nefnt nýju stjórnarskrána sem bót við öllu böli. Samvinna Pírata og Samfylkingarinnar hefur verið einkennandi núna í allmörg ár, heitustu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins. 

Það er almennur heildarsvipur málflutnings Kristrúnar sem mér finnst bera meira svipmót af bláum lit hægrimennskunnar. Ég er ekki eins góður að tína tilvitnanir og þú. Ég gæti vel trúað að þú hafir verið blaðamaður áður.

Það var í fréttum nýlega að þau í Samfylkingunni hugsa um að skipta um nafn, og rósin var aftur í aðalhlutverki, afturhvarf til tíma Alþýðuflokksins. Sá flokkur lagði áherzlu á fátækt fólk, vinnandi stéttir og bótaþega en ekki útlendinga og konur fyrst og fremst.

Sé þetta allt tekið saman má merkja áhuga innan Samfylkingarinnar að breyta Samfylkingunni í flokk eins og Alþýðuflokkurinn var. Fylgi Samfylkingarinnar hefur ekki verið í blóma um langt skeið. Ekki skrýtið að vangaveltur séu um hverjar áherzlur Kristrúnar verða.

Allir þekkja Helgu Völu og hennar skoðanir. Kristrún er ný, opin bók. Vonandi einhverjar breytingar.

Ingólfur Sigurðsson, 17.9.2022 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 578
  • Frá upphafi: 105974

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 464
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband