Það hvernig brugðizt er við stríðinu í Úkraínu kann að láta það gerast fyrir Evrópu sem opinberlega er reynt að forðast, að fólkið geri hægribyltingar.
Í stað þess að stytta stríðið með því að hjálpa Rússum við að leggja Úkraínu undir sig er það framlengt, kostnaðurinn í mannslífum og peningum talinn aukaatriði fyrir sigur hinna vestrænu gilda.
Hvorki Rússar né Úkraínumenn eru nazistar. Ofuráherzlan á hreinleika kynstofnsins er ekki þarna til staðar, heldur þjóðerniskennd sem hefur einkenni og áhrif frá þýzkum nazisma og ítölskum fasisma fyrri tíma.
Úkraínsk þjóðerniskennd tekur hinsvegar á sig margar myndir og rússnesk þjóðerniskennd einnig, og óheilbrigðar væri hægt að segja, en þjóðernisfasismi þarf að verða mjög sértækur og uppfylla mörg skilyrði til að hann geti flokkazt sem nazismi, sú trúarlega upplifun og foringjadýrkun og öllu sem því fylgir, efnahagsblómi, hernaðarhyggja, kynþáttahyggja, og dulhyggja allt í bland, en einnig trúin á einn sterkan guð. Miklar þverstæður þar sem öll stjórnmálaöfl þurrkast út því þjóðernisverkamannajafnaðarstefnan er nokkurskonar miðjustefna þjóðernishyggjunnar, sem laðar að sér fólk úr flokkum frá vinstri og hægri jafn mikið, fólk er ekki neytt til að kjósa, það lætur heillast.
Jafnaðarfasisminn er aftur á blómaskeiði sínu í okkar heimshluta, og þegar slíku heimskerfi er ógnað er auðvelt að líkja heimskerfunum sem byggja andstæðan strúktúr við valdakerfi liðins tíma. Nema sagan endurtekur sig yfirleitt ekki í smáatriðum, heldur með stórvægilegum breytingum með endurtekningu á ákveðnum grunnstefjum.
Óróinn í Evrópu er áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 61
- Sl. sólarhring: 80
- Sl. viku: 870
- Frá upphafi: 134723
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 588
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.