Strax upp úr vatninu birtast þeir nennar, ljóð, 21. október 2017.

Oft þau tala, allt er fast í skorðum,

áður höfðu fest þar lit með borðum.

Hlusta ekki, fyrri frasar gilda,

fer hann varla að kynnast henni.

Skoðanir ólíkar, ekki það gengur.

Erfitt að samrýma þesskonar spil.

Ekki nálgast skoðun skilda,

skyndilega er horfinn fengur.

Ekki jafnvel allt það vil.

Uppfærðu gildin þín hóglífismenni!

 

Barinn samt þér kennir eitt og annað.

Ýmsar kenndir, síðan holdið tannað.

Kenndi pabbi þetta, þú mjög pælir...

það er óljóst, löngun vaknar...

Það sem hún segir er fullkomin firra,

fæst þetta mótrekur, talar hún ein.

Þannig lengi þokkinn tælir,

þó er horfin verumyrra,

og upp vart þessi gengur grein,

gjáfastur vanaþræll fjölmargs því saknar!

 

Eins og barn þú aðeins djúpt munt lofa,

annars heldur truflað vafa í sofa.

Samt er eins og ekki vel það gangi...

einhver villa, firra hennar...

Skurðpunktur samnándar, skortur á kjarki?

Skjallandi yfirborð, persóna vart?

Á ég raunar fullt í fangi...

fer að venjast kvenna þjarki.

Þurfum kannski stríðsins start?

strax upp úr vatninu birtast þeir nennar!

 

 

Orðaskýringar: Mótraka:Mótmæla með rökum.

Nennir: Þjóðsagnahestur. Hér er hann notaður sem líkingamál yfir það sem kemur á óvart. Margir nennar koma því meira á óvart en einn.

Kvenna þjarkur: Vélrænt atferli kvenna, skortur á hugsun út fyrir boxið.

Stríðsins start: Byrjun á heiðarleika í samskiptum þar sem komizt er nálægt því sem er ólíkt og veldur deilum.

Verumyrra: Það sem er framandi og heillandi í fyrstu kynnum.

Lit (hvk, flt) fest með borðum: Álit fest með minnisvörðum eða atvikum í bernsku í fastar skorður skoðana, nokkuð sem mætti hrófla við með samtali.

Samnánd: Andlegur skyldleiki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 108
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 772
  • Frá upphafi: 130357

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 578
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband