7.8.2022 | 14:21
Að eigna guðunum í Valhöll (eða Ásgarði) heiðurinn
Ingvar frændi kenndi mér það að sannur skáldskapur og kveðskapur kemur alltaf frá öðrum sem yrkja í gegnum mann, íbúum annarra stjarna. Eins er það með andlega hæfileika eins og að sjá fram í tímann, eða skynja látna, álfa, huldufólk, framandverur, hliðstæða veruleika, það kemur frá guðunum og gyðjunum í Valhöll, eða Ásgarði.
Þessvegna lærði ég það snemma að höfundarétturinn á manns eigin kveðskap og annarra er hæpinn. Maður jú sættir sig við þessa mannlegu skilgreiningu og gott er þegar hægt er að lifa af höfundarlaunum, en maður tekur þetta nú samt misalvarlega miðað við skýringar afabróður míns á höfundaréttinum og eðli innblástursins, sem komi alltaf frá öðrum stjörnum og einstaklingum annarra hnatta.
Um tíma kaus ég Pírata því mér fannst þeir ferskir og hélt jafnvel að þeir væru hægriflokkur. Annað kom í ljós. Þórhildur Sunna og fleiri hafa dregið þann flokk langt til vinstri, en upphaflega var hann jafnvel stofnaður sem hægriflokkur, flokkur frelsis og nýrra skilgreininga.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 461
- Frá upphafi: 132129
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 360
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.