Einhver bloggari fyrr í vetur hérna skrifaði á þá leið að Nancy Pelosi væri ásamt Hillary Clinton ein hættulegasta kona í heimi, og árásirnar á Trump frá þessum öfgakvendum væru ekki til sóma, hitt þó heldur, úr takti við afrek Trumps en í samræmi við mistök Demókrata.
Þegar þau orð voru skrifuð var þetta mál ekki komið í hámæli, deila Kínverja og Bandaríkjamanna. Eins og menn vafalaust muna var Nancy Pelosi ein sú allra hvassasta gegn Trump í kjölfar áhlaupsins á þinghúsið bandaríska, og ákærurnar á hann frá henni komnar trúlega að einhverju leyti.
Þá var mikið talað um skaðann fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina að svona ólýðræðislegur forseti eins og Trump hefði verið við völd, sem ekki færi eftir baneitruðum spillingahefðum jafnaðarfasismans sem allt er að drepa.
En hvað gerist nú? Kom það ekki fram í kvöldfréttum RÚV í gær frá áreiðanlegum heimildum vinstrimanna að án samvinnu Kína og Bandaríkjanna yrði ómögulegt að ná árangri í umhverfismálum, mannréttindamálum og mörgum öðrum veigamiklum málum sem vinstrimenn og jafnaðarmenn setja á oddinn sem sín ALLRA BRÝNUSTU MÁL?
Margir hefðu nú sagt af sér af minna tilefni en þetta, Nancy Pelosi. Viljandi klúður eða ekki klúður, klaufaskapur, heimska eða vanthugsun, þetta setur loftslagsmálin í heiminum í algert uppnám og mannréttindamálin einnig, og fleiri mál.
Hversvegna eru Demókratar, vinstrimenn og jafnaðarmenn að skjóta sig svona í fótinn? Hvernig væri að hætta að standa í deilum við Donald Trump og fá hæft fólk í stjórnunarstöður í staðinn fyrir Nancy Pelosi eða aðra sem klúðra málunum svona rosalega?
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, lætur sín öfgabaráttumál yfirskyggja dómgreind og rökvísi eða stjórnvizku hóflega samkvæmt hefðunum.
En eins og venjulega eru femínistar ekki ávíttir, bara Trump og þannig fólk.
Þessar orrustuþotur Kína nálægt Taiwan eru mjög áþekkar stríðinu í Úkraínu og afskiptum vesturlanda af Rússum og Úkraínustríðinu. Það er vissulega hægt að leiða að því líkum að Kínverjar hyggi á innrás í Taiwan, hvort sem þeir láta af því verða eða ekki.
Heimurinn er miklu, miklu, miklu hættulegri staður nú en fyrir örfáum árum. Mistök á mistök ofan, endalaus röð af mistökum og heimskulegum ákvörðunum. Dómgreindin horfin.
Það er hægt að hafa skoðun á frelsi, lýðræði og mannréttindum í Taiwan eða Úkraínu. Svo er annað mál hvort raunhæft er að stjórna Rússlandi eða Kína þegar kemur að íhlutun á þessum svæðum.
Viðbrögð Vesturlanda við Úkraínustríðinu hafa ýtt Rússum enn þéttar í fang Kínverja og einræðisríkja annarra. Það hefur sennilega ekki verið upphaflega ætlunin, enda ekki talið æskilegt yfirleitt.
Mikið hefur verið rætt og ritað um hættuna á því að Pútín haldi áfram hernaði sínum og muni eins og Hitler reyna að ná allri Evrópu. En endurtekur sagan sig endilega nákvæmlega eins alltaf?
Menn hafa fært rök fyrir því að með því að gera Pútín erfiðara fyrir verði friðsamlegra í heiminum, að hann sé eina raunverulega friðarógnin í Evrópu nú um stundir. Þetta er hæpið.
Það sem mér finnst augljóst af heimsmálunum í dag er að allt er að gliðna í sundur meira og minna, Pútín er ekki undantekning heldur regla í því.
Á meðan Kínverjar sjá að Bandaríkin og Evrópa eru með Pútínþráhyggju gæla þeir við að innlima Taiwan, sennilega, en voga sér tæplega, en fylgjast vel með vandræðaganginum í vestrænum löndum, þar sem orkukreppa skekur Evrópu og stjórnmálakreppa er nokkuð augljós í Bandaríkjunum, með harðvítugum deilum flokkanna og ellihrumum forseta sem femínistar stjórna með mishyggilegum hætti eins og dæmið um Nancy Pelosi sýnir.
Öll þessi margháttuðu vandræði í Vesturlöndum sem aðeins aukast með því að senda hergögn til Úkraínu, auka þar mannfallið og eyðilegginguna af sprengiregni, þau segja Kínverjum eitthvað svipað og þau sögðu Pútín áður en hann réðist á Úkraínu og sá hinn hikandi forseta Joe Biden og femínistana í kringum hann, að kannski sé núna ekki verri tími en annar til að ráðast á Taiwan.
Þeir sem þekkja kínverska sögu og menningu vita að Kínverjar hafa litið stórt á sig frá fornu fari. Þeir eru ekki að fara að láta segja sér fyrir verkum, en hafa sýnt þó að þeir hafa mikla hæfileika til að vera í samvinnu við aðrar þjóðir þrátt fyrir ólíka menningu.
Sú samvinna er nú í sögulegu og skelfilegu uppnámi og ástæðan er Nancy Pelosi, sem einna mest hefur ráðist á Donald Trump fyrir "árásina" á þinghúsið.
![]() |
Kína slítur samstarfi við Bandaríkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 75
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 752
- Frá upphafi: 139310
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 609
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi verður einhvern tímann hægt að sýna fólki hvað hefði gerst, ef Trump hefði bara verið áfram.
Loncexter, 6.8.2022 kl. 19:14
Við blasir aftur á móti staðan innan og utan Bandaríkjana í dag.
Jónatan Karlsson, 6.8.2022 kl. 20:08
Tek undir það félagar. Þöggunin er æpandi og einhliða málflutningur hjá mjög málsmetandi, voldugu fólki. Hvernig er þá hægt að klína versnandi samskiptum við Kína á Trump?
Ingólfur Sigurðsson, 6.8.2022 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.