RÚV ætti að ráða þulurnar aftur til starfa og endursýna Derrick, Ráðgátur og fleiri góðar þáttaraðir úr fortíðinni.

Ég tek undir með Ómari Ragnarssyni og Þorbirni Þórðarsyni að framvindan í þessu gosi gæti farið að minna á Kröflueldana frá 1975 til 1984. Það sem hann minnist af hógværð ekki á í sínum pistlum um þetta er að hann flaug sinni vél yfir gosstöðvarnar þá einatt og maður man eftir því úr fréttatímunum þegar maður var barn og unglingur. Það voru jafnvel enn glæsilegri myndir en þessar, teknar frá mörgum sjónarhólum, en alltaf er þetta mikið sjónarspil.

Þegar maður með reynslu eins og hann fjallar um þetta er kannski óhætt að taka eitthvað mark á honum.

Pistillinn hans sem kom nýlega og heitir "Kröflugosin urðu níu og fóru stækkandi" er merkilegur, hann var skrifaður áður en gosið byrjaði, en þar var hann sannspár.

Að þessu sinni ætla ég að hrósa ungri konu þótt ég hafi oft gagnrýnt femínismann. DV segir frá henni, fyrrverandi þingmanni Pírata, Söru Oskarsson, sem hneykslast á fólkinu sem gætir sín ekki við að skoða gosið.

Hún spyr:"Hver ól þau upp?", og á til dæmis við mann sem ökklabrotnaði við gosið. Svo er talað um Ísland sem skrípasker. Margt til í þessu.

Það er bara aukið álag á læknastéttina þegar svona gerist, en hún er of fámenn fyrir. Síðan ef banaslys verða mun það kasta ljótum bletti á Ísland.

Annars fyrst ég var að tala um RÚV fortíðarinnar vil ég halda því áfram. Ég man hvað ég hlakkaði til þegar Ráðgátur byrjuðu 1993 á RÚV, hvað það voru skemmtilegir þættir, sem síðan fóru á Stöð 2, eða hvað Derrick var framúrskarandi góður, Dallas sem allir fylgdust með, Húsið á sléttunni og margt fleira.

Ég man hvernig þetta var í þá tíð, þá voru líka svarthvítar kvikmyndir sýndar frá 1940 - 1960, eins og Hitchcock meistaraverkin. Sjónvarpsefnið var vandaðra og þulurnar urðu heimilisvinir, ef svo má segja, fólk hafði mismunandi skoðanir á hver var uppáhalds þulan þeirra í sjónvarpinu og svoleiðis.

Í dag er þetta allt einhver flatneskja. Sama hvaða stöð er valin, þetta er eiginlega allt eins. Versnandi íslenzka og óspennandi enska.

Það ætti að endursýna Derrick þættina í frábærum þýðingum Veturliða Guðnasonar, Ráðgátur og einnig ætti að hefja sýningar á gömlum og nýjum þáttum úr Star-Trek seríunni, eða Star-Gate seríunni.

Það er nú eitt sem er óskiljanlegt. Nú er búið að hefja aftur framleiðslu á Star-Trek þáttum í Bandaríkjunum og þeir fá frábæra dóma. Af hverju sýnir ekki RÚV þessa þætti? RÚV sýndi allar fyrri Star-Trek þáttaraðir frá 1993 til 2006, ég er ekki viss um fyrstu þáttaröðina frá 1966, ég var ekki fæddur þá. Þetta er alveg ótrúlega lélegt af RÚV, að sýna ekki nýju þáttaraðirnar bandarísku af Star-Trek, þetta er mikið menningarefni sem víkkar sjóndeildarhringinn svo fólk fari að hugsa eitthvað út fyrir hnöttinn, að það sé mögulega til líf á fleiri plánetum en þessari.

Auk þess þarf að fá þulurnar aftur á skjáinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 52
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 789
  • Frá upphafi: 127485

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 562
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband