Fréttablaðið er úti í móa að halda því fram að Ísland sé ekki opið land

Aðalheiður Ámundadóttir og aðrir sem segja að íslenzk yfirvöld taki ekki nógu vel á móti útlendingum og of fáum útlendingum ættu að liggja yfir þessum tölum Hagstofunnar, Ísland er að verða eitt mesta fjölmenningarland í heimi, ásamt til dæmis Svíþjóð, þar sem afleiðingarnar eru komnar í ljós fyrr en hjá öðrum.

Á Fréttablaðinu er rekin einstefna hvað þetta varðar eins og í Svíþjóð og hjá Angelu Merkel. Ekki er farið eftir tölfræði eða raunveruleikanum, heldur gengizt inná málflutning þrýstihópa eins og No Borders, og þeirra þrýstingur talinn sannleikurinn og réttlætið.

Til eru ungráðherrar í Sjálfstæðisflokknum sem hafa fallið í sömu gryfju, og sennilega flestum flokkum. Uppi eru skoðanir um að slíkir ungráðherrar ættu að gera annað en stjórna almenningi og hafa áhrif.

Eins og kemur fram í þessari frétt voru Bandaríkin leiðandi í þessari fjölmenningarstefnu mjög lengi, en hafa nú tekið upp íhaldssamari stefnu, eða öllu heldur má segja að þar séu íhaldssamari öfl að ná sífellt meiri völdum og slíkt fólk að verða fjölmennara, ekki sízt í sambandi við kristna trú. Margir hafa skipt um skoðun og tekið þroskaðri afstöðu en áður.

Vandamál Bandaríkjanna hvað varðar ólíkan þjóðernisuppruna og vandamál fjölmenningarinnar hafa aldrei verið endanlega leyst. Fréttirnar að utan eru til vitnis um þetta. Á friðartímum og velmegunartímum eru slík vandamál falin, en koma uppá yfirborðið þegar baráttan um lífsrýmið hefst fyrir alvöru, þegar allt verður dýrara og lífsbaráttan verður erfiðari.

Einfeldni, sakleysi og skammsýni getur verið drifkraftur þess umburðarlyndis sem er frekar einfeldni en kærleikur eða umburðarlyndi. Það er nú sitthvað hvað eru fordómar og þjóðvernd. Nú er það orðið í tízku að kalla það fordóma að vera ekki sammála skoðunum og áróðri frá vinstriöflunum. Allt sem minnir á fortíðina og menninguna í gegnum aldirnar er sjálfkrafa kallað fordómar. Nauðsynlegt að finna upp hjólið að nýju, en það nýja hjól þarf helzt að vera skakkt og skælt þannig að það sé ónothæft undir hvert farartæki.

Prýðileg grein Bjarna Jónssonar í dag kemur inná mistök Angelu Merkel í efnahagsmálum. Angela Merkel var andlit Evrópusambandsins og Þýzkalands í áraraðir, skrásett vörumerki, að segja má. Hún þótti af sumum óskeikul, vinsæl og elskuð sem Mamma Merkel, eins og Jón Baldvin orðaði þetta.

Nú er vissulega til fjölmargt fólk sem telur hana á við mestu skaðvalda Þýzkalands. Ekki aðeins í efnahagsmálum heldur flóttamannamálum og með glórulausri og óhóflegri stefnu þar.

Sérhver tíðarandi þykist hafa höndlað hinn stóra sannleika. Þjóðernisrómantíkin og kynþáttarómantíkin sem átti sinn þátt í Helförinni þótti vera hið albezta mál á fyrri hluta 20. aldarinnar og lengi frameftir. Einungis með stanzlausu hatri á þeim viðhorfum tókst vinstriöfgamönnum að gera slíkt að skammaryrðum, eins og að vera karlkyns, eða feðraveldungur.

No Borders stefna Angelu Merkel var eins og stefna Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, skaðsamleg þegar til lengdar lét, öfgafull. Í því ljósi er hægt að skoða hugtakið jafnaðarfasismi, einsog þjóðernisfasismi fyrri tíma var.

Menningin fer í hringi er sagt. Þegar að kreppir fer fólk í það gamla.

Úkraínustríðið er drifið áfram af ólíkri hugmyndafræði og hugmyndafræðilegu stríði milli Rússlands og Vesturlanda, en einnig af peningahagsmunum og valdafíkn, að sjálfsögðu, á báða bóga. Stefna "góða fólksins" í dag er ósjálfbær. Hvort það mun kosta heimsendi að kenna þeim það, kjarnorkustyrjöld, menningarhrun, visthrun, jarðskjálfta eða aðrar hörmungar er ekki gott að segja, en það virðist jú vera, því miður. Öfl hafa verið leyst úr læðingi í jörðinni með ósamstillingu þjóðarinnar og mannkynsins sem ekki verða sett í hvíld aftur svo auðveldlega. Kærleikurinn hefur ekki sigrað heldur hatrið á milli þeirra sem næstir standa, kynjanna.

Hvenær verður það aftur í tízku að vera miðaldra og gamall en ekki unglingur í uppreisnarhug?

Til að semja frið á milli einstaklinga eða þjóða þarf að losna við óttann fyrst, óttann við að tapa. Maður þarf einnig að viðurkenna að andstæðingurinn getur verið að berjast fyrir réttlæti einnig, og sameiginlegt réttlæti þarf að nálgast, ekki afmarkað.


mbl.is Yfir 60 þúsund erlendir ríkisborgarar á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 603
  • Frá upphafi: 132934

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 438
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband