Fortíðin er mikill leyndardómur, sköpunarsaga jarðarinnar og mannsins

Í langan tíma hafa nýjar uppgötvanir kollvarpað skilningi manna á fornleifafræði, og hugmyndir vísindamanna breyzt. Nú er búið að ýta sköpunarsögu mannsins milljón ár aftar en áður. Það eru 3-4 milljón ár síðan fyrstu mannaparnir komu fram samkvæmt þessu. Búast má við breytingum á þessum kenningum eftir því sem fleiri fornminjar finnast og vísindin verða nákvæmari.

Þar með eru kenningar Sitchins ekki svo ótrúverðugar, en hann rannsakaði fornminjar og taldi söguna um Adam og Evu hafa gerzt fyrir um það bil 300.000 árum, samkvæmt einni bók um þetta. Sú kenning er miklu vinsælli að öll vitundarþróun mannsins hafi orðið fyrir minna en 10.000 árum á svæðinu sem oft er kallað Mesópótamía, nálægt Írak og Íran.

Það sem meðal annars felst í kenningum Sitchins er að guðirnir hafi búið til blendingskyn úr öpum og sér og notað sem þrælakyn, til að vinna fyrir sig.

Í þeim skemmtilegu kenningum felst einnig þetta að saga mannkynsins sé margfalt eldri en viðurkennt er af flestum, að okkar líf sé aðeins örlítill endapunktur á þróun sem hefur staðið lengi yfir, og að Fyrsta Mósebók sé að lýsa einhverju sem gerðist á löngum tíma.

Síðan hafa komið fram fjölmargir rithöfundar, sjónvarpsmenn, spekingar og andlegir spunameistarar og bætt við kenningar Sitchins. Ein kona hefur vakið athygli mína með bókum sínum um þetta, Chris Hardy, en hún er menntuð sem þjóðflokkasálfræðingur. Notar hún menntun sína til að staðfesta niðurstöður Sitchins, sem meginstraumsvísindasamfélagið hafnar, eins og kenningum Erichs von Dänikens, sem einnig njóta geysimikillar alþýðuhylli um allan heim, og bækur eftir hann hafa verið gefnar út á íslenzku, til dæmis bókin fræga: "Voru guðirnir geimfarar?"

Chris Hardy tekur femíníska afstöðu og hennar niðurstaða er sú að umræddir guðir séu eiginlega frekar djöflar en guðir, og telur hún að margt úr okkar menningu, feðraveldinu, sé komið frá þessum sköpurum, sem að minnsta kosti séu vafasamir siðferðilega, séu þeir guðir en ekki djöflar.

En hún efast ekki um tilvist guðanna, eða djöflanna, skapara mannkynsins.

Gilgameskviða hefur komið út á íslenzku, og á ég nýlega þýðingu á henni. Þetta er sennilega eina nýlega bókin á íslenzku sem fjallar um þessi fræði, en hún sýnir mjög vel hversu ómenningarlegir við Íslendingar erum, og eiginlega eins og villimenn frekar en sjálfstæð þjóð. Í formálanum og eftirmálanum á þessari íslenzku þýðingu á Gilgameskviðu kemst þýðandinn þannig að orði að verkið sé ljóð, og guðirnir skáldskapur. Þetta finnst mér einstaklega heimskuleg og léleg afstaða. Með sömu rökum gæti þessi þýðandi sagt að Biblían sé skáldskapur og byggi ekki á opinberunum eða orðum æðri vera, Guðs eða annarra.

Þetta er einföld flóttaafstaða þeirra sem þora ekki að draga ályktanir af þeim upplýsingum sem fyrir eru um þetta. Alltsaman bara skáldskapur og ekki mark á takandi, nema sem órökvís túlkun tilfinninga barnslegra fornmanna, samkvæmt þeim.

Hinn enskumælandi heimur á flóru rithöfunda og fræðimanna á þessu sviði. Það sem er þýtt á íslenzku er lítill dropi, og þá með barnalegum einföldunum og svona boðskap, að hinn stóri heimur þekkingarinnar og dulfræðinnar sé fyrir börn og einfeldninga, rugludalla og geðsjúklinga, vísindin séu eins og ferhyrndur klefi sem leyfi engin sérstök frávik.

Raunar er okkur Íslendingum haldið fávísum viljandi af menningarelítunni marxísku hér á landi. Egill Helgason er einn af biskupum hennar. Eins er það fólkið sem afgreiðir í bókabúðunum á Íslandi, með marxísku sigðina innsiglaða á ennið, og lítur á allt sem ekki er Marx og Lenín þóknanlegt sem eitthvað sem á ekki erindi við fólk. Úrvalið af enskum bókum í Eymundsson sýnir þetta, fátæklegt.

Við getum þakkað skólakerfinu fyrir þetta, sem útskrifar sífellt einsleitnara fólk. Brotthvarf úr skólum þarf ekki að vera neikvætt, það þýðir að einhverjum býður við marxismanum í þessum skólum.

Ég ítreka enn að við þurfum einkaskóla á Íslandi sem ekki kenna marxísk fræði. Það á við um öll skólastig.


mbl.is Forfeður okkar milljón árum eldri en áður talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 105980

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 470
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband