Fleiri ESB reglur fyrir Dani.

Mikil er trú ESB á reglurnar. Það vill til að Þjóðverjar eru agaðir og duglegir að vinna. En jafnvel þótt sjónarmið hörðustu ESB andstæðinganna lýsi vandamálunum þar of ýkt, þá má trúa Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem talaði um það nýlega í viðtali á Útvarpi Sögu, að tilgangur hans með að koma þjóðinni í EES hafi alltaf verið að koma okkur í ESB að lokum, en hann var bara ekki svo lengi við völd að það væri í hans verkahring þá. Tímarnir voru þó aðrir um 1991, þegar EES málið komst á flug. Þá töldu menn þetta smotterí, nú er vitað að fleira hangir á spýtunni.

Nú hefur Jón Baldvin, sem hefur gríðarlega reynslu, margsinnis lýst því yfir að evran sé ónýt eða háskaleg fyrir okkur, og Evrópusambandið brennandi hús, ekki fyrirheitna landið eins og hann hélt lengi.

Þjóðirnar sem taka á sig klafa hinna flóknu reglugerða fá þó eitthvað í staðinn, efnahagsstöðugleika og lækkandi verðlag, samkvæmt því sem manni er tjáð.

Þó mun Úkraínustríðið í kjölfar Covid-19 breyta ýmsu. Ég spái því að mótmæli verði mikil og algeng í Evrópulöndunum í vetur, nema stríðið hætti fljótlega, það hlýtur bara að vera.

Það hlýtur að vera óþægilegt fyrir þessar þjóðir að þurfa að taka sameiginlega ákvörðun og standa með siðgæðispredikurunum. Eins og hentugt er fyrir Tyrki að fá notið auðlinda Rússa, þannig hlýtur öðrum að líða sem horfa framá örðugleika út af stríðinu, og þvinganaaðgerðunum ekki síður.


mbl.is ESB telur Dani þurfa setja sér nýjar reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 603
  • Frá upphafi: 132934

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 438
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband