Stórmennið Trump sem þarf að glíma við marga púka

Donald Trump er umdeildur maður, en eftirminnilegri forseti hefur ekki verið í Washington lengi, og hann hefur sennilega breytt heiminum til frambúðar, ekki bara Bandaríkjunum. Ekki er lengur litið á alþjóðahyggjuna sem ósigrandi afl sem muni aðeins sækja í sig veðrið í framtíðinni.

Menn eins og Sigmundur Ernir á Fréttablaðinu eru ekki hrifnir af honum, því hann skekur stjórnmálagrundvöll þessara sem eru mest fyrir alþjóðavæðinguna. Að hann skuli hafa eflt Bandaríkin á mörgum sviðum sýnir að minnsta kosti að hans stefna er ekki síður sigurvænleg en annarra.

Þetta áhlaup á þinghúsið er atriði sem reynt er að nota gegn honum. Það er svo sem ekkert nýtt að kosningar geti verið hatrammar og stuðningsmenn þess forseta sem verður að víkja eigi erfitt með að sætta sig við niðurstöðuna. En ég held að flestir eða allir muni eftir þeirri hyldjúpu gjá sem skildi Trump og Biden að þegar áhlaupið umdeilda var gert, sem sumir hafa talið skipulagt og rökstutt það vel, jafnvel skipulagt af Demókrötum sjálfum, eða að minnsta kosti að hluta til, því löggæzlan varð léleg þegar atlagan var gerð og bæði höfðu vefsíður Trumps fjallað um slíkt áður og grunur lék á einhverskonar mótspili fylgismanna Trumps, en strax eftir árásina var þessu slegið upp sem forsíðufréttum um allan heim, með krafti sameiginlegu fréttastofanna, "Tilraun til valdaráns af hálfu Trumps".

Bæði hvað forsíðufréttirnar voru stórorðar og eins hversu snemma þær komu og næstum um leið og áhlaupið var gert, það sýnir býsna vel að þetta átti að nota til að ná sér niðri á honum og sjá til þess að hann byði sig ekki fram aftur og yrði allra sízt forseti aftur. Það virðist hafa mistekizt hjá andstæðingum hans. Enn standa vonir til að hann ekki bara bjóði sig aftur fram heldur sigri með yfirburðum, það kann að gerast.

Hatrið á Trump er mikið hjá jafnaðarelítunni, og það hatur er þeim til ósóma.

Ef Trump yrði aftur forseti finnst mér alveg eins meiri líkur á að hann komi einhverju jákvæðu til framkvæmda frekar en að heimurinn þurfi að óttast hann.

Ásakanir á hendur Trumps eru þannig að ef hann verður sakfelldur mun hreyfing hans bíða eitthvert tjón í einhvern tíma. Þá getur Joe Biden og hans fólk setið aðeins rólegra í bili, en samt loga eldarnir undir því, í bókstaflegri merkingu, þar sem skógareldarnir í Bandaríkjunum eru annarsvegar, og Joe Biden og Demókrötum hefur ALLS EKKI tekizt að sigra hamfarahlýnunina, þótt áhugi virðist á því.

En þá vaknar líka spurningin, af hverju eru árásirnar á Trump svona hatrammar? Hvað er verið að fela? Eru fjölmargar samsæriskenningar sannar sem hann hefur haldið á lofti og hans fólk sem hefur verið reynt að kæfa niður? Þótt ekki væri nema ein þeirra rétt og sönn myndi það útskýra óttann við Trump.

Þetta snýst jú um virðingu Bandaríkjaþings og hefðir, virðingu stjórnkerfisins. Black Lives Matter mótmælin og önnur skyld vinstriöfgamótmæli fá aðra meðferð hjá Demókrötum hinsvegar, enda er það þeirra fólk.

Ekki hugnast öllum vel Woke-hreyfingin. Í þeim samanburði er Trump eins og boðberi eðlilegri tíma, sem fortíðarinnar og þeirra kristilegu hefða sem flestir vilja halda í að einhverju leyti, enn að minnsta kosti, hvað sem síðar verður. Blikur eru á lofti í því efni. Að vísu er hann óvenjulegur á evrópskan mælikvarða, en ekki eins óvenjulegur á bandarískan mælikvarða.


mbl.is Trump snúinn aftur til Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 583
  • Frá upphafi: 105979

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 469
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband