Mótmæli gegn hvalveiðum eru fastur liður, en fámenn voru þau mótmæli nýlega

Fámenn mótmæli vegna hvalveiða sumarsins komust í fréttirnar. Þótt ég sé umhverfisverndarsinni finnst mér ekki ástæða til að berjast gegn hvalveiðum á stofnum sem ekki eru í útrýmingahættu. Þetta er tilfinningamál en ekki mengunarmál, það er búið að ala fólk uppí þessu erlendis, og þannig reyna Bandaríkjamenn og aðrir að benda á eitthvað "ljótt" hjá öðrum þjóðum, eins og þeir eru nú gagnrýndir fyrir ótalmargt af smáþjóðum eins og okkur.

Undarlegur málflutningur mótmælendanna sem voru teknir tali, að blanda saman mengun sjávarins og hvalveiðum, að blanda saman hættu sem lífríkið er í og hvalveiðum. Hvalir eru spendýr ofarlega í lífkeðjunni, mesta hættan fyrir lífríkið er þegar tegundir neðarlega í lífkeðjunni lenda í hættu vegna mengunar, ofveiði eða breyttra lífsskilyrða.

Það er kannski engin tilviljun að mótmælin gegn hvalveiðum eru að veslast upp og verða innantómari, vegna þess að fólk er betur upplýst. Ég er ósáttur við veiðar á hvalategundum í útrýmingarhættu, ekki á tegundum sem fjölga sér vel og er nóg til af. Vísindamenn stjórna þessu nú til dags. Þessi mótmæli gegn hvalveiðum eru einhvernveginn mörgum áratugum á eftir tímanum, því ofveiðar fyrri áratuga og alda eru allt annað og verra mál heldur en stýrðar veiðar nútímans.

Einnig snýst þetta um hryðjuverk femínista, að leggja niður öll störf sem eru eða voru karlastörf, að ráðast gegn þeirri hefð að karlmenn séu fyrirvinnan.

Þessir aktívistar sem eru þannig innréttaðir vita að karlar hafa frekar stundað veiðar en konur í sögunni. Þá er ekki nóg að konur ræni störfunum af körlum og veiði hvali og drepi þá, nei, alla starfsgreinina þarf að leggja niður af tilfinningaástæðum, að þeirra mati sem eru öfgafyllstir í þessu máli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Sem betur fer virðist vera fjara undan ofstækissinnum. Fólk mætir ekki á þessa viðburði sem þeir auglýsa. Oft er þetta fólk sem setur sig ekki inn í málefnin sem það mótmælir, mætir bara.  Málflutningurinn þarf ekki alltaf að vera gáfulegur. Heyrðist líka hjá kúgunarhópnum þegar þau fámenntu fyrir framan skrifstofu Sundsambandsins.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 18.7.2022 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 541
  • Frá upphafi: 132979

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 409
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband