Enn er Fréttablaðið notað til að gera lítið úr Boris Johnson.

Eftir að Fréttablaðið breyttist í hreint ESB-áróðursrit nenni ég annaðhvort ekki að fletta því yfirleitt eða ég fer yfir það á hundavaði. Um helgina var þó að vísu pistill eftir Sigmund Erni Rúnarsson sem vert er að svara. Þar kallar hann Boris Johnson trúð og lygalaup og spyrðir þá Trump og Johnson saman eins og margir gera og telur þá báða skaðræðisgripi því þeir eru ekki að skapi ESB-dýrkenda eins og þeirra sem hann vinnur fyrir, og er kannski sjálfur, en ég tel að gelt hann hávært stafi þó mest af ótta við ESB-valdið sem hann þjónar.

Um það verður víst ekki deilt að Boris Johnson er hinn mesti skemmtikraftur, en trúðar eru nú mikið að vinna í circusum, og ESB er af sumum talið einn stór circus, þannig að trúðar gætu allt eins verið stjórnendur þess.

Ég er aðdáandi framandi stafa, og þess vegna nota ég C stafinn í orðinu circus, en orðabókin telur það upp að sumir noti þessa framandi stafi í tökuorðum af þessu tagi, þótt það sé orðið mjög sjaldgæft núorðið, meira var um það í upphafi 20. aldarinnar og á 19. öldinni og þar áður, þegar menn notuðu persónubundnari stafsetningu og staðlaður skólalærdómur ekki eins miðsleitinn.

Það er einnig rétt hjá Sigmundi Erni að Boris Johnson var látinn víkja meðal annars vegna þess að hann bullaði of mikið og sagði ósatt, en vísast til eru ástæðurnar fyrir afsögn hans flóknar og þó aðallega þorsti óvina hans í völd, sama og gerðist þegar Sigmundur Davíð var hrakinn úr embætti ranglega árið 2016 vegna Wintris málsins, því hann eignaðist of marga öfundarmenn og hatursmenn fyrir frábærlega unnin störf.

En skefjalaus ESB-áróðurinn í pistli Sigmundar Ernis og skefjalaus ESB-dýrkunin er nokkuð sem gaman er að velta yfir á ýmsar hliðar.

Sem sagt, lygar eru margskonar. Ein tegund af lygi er hálfsannleikur og að þaga um hluta sannleikans, sem sagt að segja fréttir sem eru vísvitandi litaðar af skoðunum og áróðri, en þetta er sú samræmda fréttastefna sem Fréttablaðið rekur, RÚV, Stöð 2 og langflestar stóru fréttaveiturnar í heiminum, runnið undan rifjum Reuters og fleiri auðhringjafréttaveitna. Hitt er svo kallað falsfréttir sem sýnir aðra fleti á málunum og jafnvel andstæða. Sumt af því kann að vera falsfréttir en ekki allt, það er alveg ljóst.

Þannig að Sigmundur Ernir vinnur fyrir Evrópusambandið sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga og skrumskæla sannleikann eins og aðalritarar kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum sálugu um langt skeið. Samræmdur sannleikur og samræmd lygi, þar sem heill her af fréttafólki lepur upp nákvæmlega sömu fréttirnar, sömu samræmdu skoðanirnar, sama samræmda áróðurinn með litlum sem engum tilbrigðum, og þetta er kallað Stórisannleikur, annað falsfréttir. Sigmundur Ernir kallar Donald Trump hættulegan mann vegna þess að hann skoraði þessa trúarinnrætingu vinstraliðsins á hólm og kallaði réttilega falsfréttavaðal.

Nú er það að vísu rétt að Pútín notar sömu aðferðir í Rússlandi, enda fyrrverandi KGB-maður, hvað annað?

Lygarnar sem Boris Johnson segir eru persónulegri og kæruleysislegri, og þessvegna er auðvelt að benda á hann og segja hann vonlausa persónu þessvegna. Þá gleymist það að vísu að Boris Johnson hefur gífurlegt persónufylgi í Bretlandi, hann er talinn brezkari en allt sem brezkt er, og hann er talinn skemmtilegur maður, sem hann er að vísu greinilega.

En ónákvæmar og rangar lýsingar Borisar Johnson sem flokkast undir lygar þær eru hluti af hans ímynd, sem manns sem er hluti af alþýðunni, manns sem kemur óundirbúinn að halda ræður og annað slíkt, en sú ímynd er auðvitað þaulæfð og fyrirfram samsett.

Lygarnar sem Sigmundur Ernis elskar og kallar sannleika, þær eru mjög lúmskar. Þær birtast þannig að fréttir eru valdar af sérstakri hugkvæmni og settar á forsíður eða sem fyrstu fréttir. Þetta eru fréttir sem eru ekki beint rangar, en þær kalla á athygli sem er óverðskulduð, sem sagt fréttin er ekki endilega það merkilegasta sem gerist í heiminum þá stundina, eða þá að sjónarhornið er skakkt, það lýsir einhverju atriði í fréttinni sem þjónar pólitískum hagsmunum alþjóðavæðingarsinnanna. Þetta eru hættulegri lygar en þær lygar sem Boris Johnson segir, og eru hluti af trúðsímyndinni hans, og ímynd hins gallaða og ófullkomna manns, sem hann kannski ekki er jafn mikið og ímynd hans gefur til kynna reyndar.

Lygarnar sem Sigmundur Ernir elskar þær smjúga inní hugskot barnanna og gera börnin að verkfærum kerfisins, hugsanalausum og viljalausum verkfærum, sem sætta sig við hækkandi íbúðaverð, hækkandi matvælaverð, mengun, spillingu og hvaðeina.

Annars held ég að ég sé ekki einn um það að telja Fréttablaðið orðið ómarktækara rit en það var, eftir að augljósara var hverra erindi er þar rekið, ESB stjórnenda erindið og varla neitt annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 663
  • Frá upphafi: 108419

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband