11.7.2022 | 20:25
Yfirborðið annað, ljóð frá 29. júní 2022.
Ekki inn þau komast,
aðeins talin smá.
Rostungar að rotast,
reynslu vart þó fá.
Lýðnum stjórnað, líttu á,
lýðræðið er horfið.
Skólar þrælka þjóðir, sjá
því að öllum sorfið.
Yfirborðið annað,
andleg vídd hjá þér.
Hinir líka í hömum,
horfnir, því er ver.
Böðlum fyrir krjúpa í kröm,
keppast slíka að hylla.
Lygaþvælan líka töm,
Loka vilja gylla.
Konur ekki kvarta,
karlar ei heldur, nei,
nema góðverk geri
glatað, sokkið fley.
Ef hann vildi elska í raun,
eitrið guðdóm myrti.
Öfug fékk hann alltaf laun,
efinn hana firrti.
Ekki er hægt að harma
þá Helja gleypir allt.
Tækifærin fengu,
frægist geð ei kalt.
Þar sem frelsið flýgur eitt
frekar kraftar stælast.
Kvennaréttur, mannorð meitt,
morðvargsdólgar hælast.
Saklaus varð að víkja,
vininn ekki fékk.
Úrelt undirstaða,
ekkert vel því gekk.
Fyrrum var þar friður þó,
fallið vilja ei skynja.
Af eyðingunni ei fá nóg,
ekki er því að kynja.
Milda meginstúlka,
muntu segja já?
Annars myrkrið magnast,
mörgum kemst ei frá.
Amma þín var einkar fróð,
ótalmargt þér kenndi,
en, vargsins hyggja villt og óð
vonarþráðinn brenndi.
Kónginn þarf að krýna
svo komist hér að von.
Djöflar allt í öllu,
yfirskyggja tron.
Hamlet þolir harða raun,
hann er enn á lífi.
Ömurleg fær aðeins laun,
og ekki lof frá vífi.
Vonir víkja, deyja
vaknar tómið eitt.
Ekkert framlíf aftur,
engum finnst það leitt.
Eins og fortíð framtíð rís,
fellir allt það góða.
Maður aðeins mengun kýs,
og myrðist faldatróða.
Orðskýringar: Tronn eða trónn: Hásæti, valdastóll.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 131
- Sl. sólarhring: 182
- Sl. viku: 815
- Frá upphafi: 129930
Annað
- Innlit í dag: 116
- Innlit sl. viku: 627
- Gestir í dag: 105
- IP-tölur í dag: 102
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.