Af hverju tók ég mér frí frá tónleikum og að gefa út hljómdiska 2003?

Ég hætti ekki að semja tónlist árið 2003, en þá hætti ég í bili að koma fram opinberlega og gefa út hljómdiska. Eins og svo oft áður var það gremja út af skorti á vinsældum og sölu hljómdiska sem hafði mikið að segja. Þó held ég einnig að ég hafi verið óánægður með sjálfan mig fyrir að vera orðinn hluti af femínistum og vinstrimönnum á þeim tíma, á meðan áhugi minn á þjóðrækni og hægriöfgum var að aukast og ég vildi gefa eitthvað slíkt út, sem varð ekki fyrr en 2009, með hljómdisknum "Ísland skal aría griðland".

Ef ég hefði slegið í gegn almennilega á þessum tíma, þá hefði hvatningin verið meiri fyrir mig að semja fleiri lög um jafnréttið og ég hefði sannfærzt meira um þau gildi, en það varð ekki. Þannig að viðbrögð annarra skipta mann alltaf miklu máli.

Annars er það merkilegt að hljómdiskurinn "Ísland skal aría griðland" árið 2009, fékk miklu betri viðtökur en hljómdiskurinn "Ísland fyrir útlendinga" árið 2010, sem er sá nýjasti sem ég hef gefið út.

Þeir Máni og Frosti á X-inu tóku ástfóstri við nokkur lög á disknum "Ísland skal aría griðland", og þótt þau hafi ekki orðið fræg urðu þau sæmilega þekkt. Ekkert lag fékk spilun af disknum "Ísland fyrir útlendinga", þar sem greinilegt var að það hentaði mér ekki sem miðaldra manni að reyna að yngja mig upp með því að semja rapplög, það var bara hlægilegt og hallærislegt, hentaði ekki mínum stíl, en þarna er þó eitt þungarokkslag, á disknum "Ísland fyrir útlendinga" sem mér finnst enn gott, og sum önnur sæmileg, en ekki meira en það.

Mér finnst það ekki gott þegar þöggun ríkir og bannhelgi í textagerð eða annarri menningu. Mér finnst nauðsynlegt að fjalla um allt, en ég reyni að gera það þannig að það særi helzt engan, en það er auðvitað ekki hægt, ef maður ætlar að vera gagnrýninn. Þá felst listin og kúnstin í því að reyna samt að vera hóflegur í því sem maður gagnrýnir eða fjallar um.

Það er engin hræsni að hafa áhuga á mörgum stjórnmálastefnum og að geta fellt sig við margar stjórnmálastefnur upp að vissu marki, vegna þess að þetta er allt mennska. Öll sú hugmyndafræði sem liggur til grundvallar ólíkri pólitík á sér einhverskonar réttlætingu, það fer eftir uppeldi manns og geðslagi hvar maður helzt finnur sig, og sumir eru eins og ég, flakka á milli flokka og finna sér samsvörun í mörgum flokkum eftir því hvernig maður er stemmdur og þjóðfélagið allt.

Ég ólst þó upp við það hjá ömmu og afa að rétt væri að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, og það hefur auðvitað haft mikil áhrif á mig, þrátt fyrir allt, innræting slíkra þjóðernislegra og frjálshyggjulegra gilda, og frjálslyndra eiginlega líka, að vilja síður höftin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband