Hitabylgja í Evrópu, spár hafa ræzt

Hvernig er hægt að efast um hamfarahlýnunina eftir svona fréttir? Jafnvel þótt gripið yrði til harkalegra aðgerða nú þegar er vafasamt að það bjargaði málunum, svo illa er mannkynið statt. Útlitið er ekki bjart og þetta sýnir betur en margt annað að "menningin er hrunin", eins og Guðjón Hreinberg hefur fjallað um, jafnvel þótt hann sé ósammála mér í loftslagsmálum eru þessi orð hans mjög fleyg og eiga vel við um margt.

Ég er vinstrimaður að svo mörgu leyti, eins og hvað þetta varðar, en auðvitað er þetta mál sem næstum allir láta til sín taka núorðið. Ég ætti að fá meiri viðurkenningu fyrir að hafa fjallað um náttúruvernd í mörgum dægurlögum eftir mig, eins og á hljómdisknum "Blóm, friður og ást", frá 2000.

Enn langar mig að gefa út bók sem heitir "Engar umbúðir", en grunndrögin að henni voru gerð 1984, þegar ég gerði lag með því nafni í Digranesskóla. Slíkt þarf þó að endurrita, en þetta frekar en annað ætti erindi við nútímalesendur og ætti eitthvað að seljast.

Plastpokabannið var merkilegt hér á Íslandi og nauðsynlegt, en hvernig er hægt að fá stórþjóðirnar til að stórdraga úr plastframleiðslu og hætta því næstum alveg?


mbl.is Hitabylgja í Evrópu „háalvarlegt mál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 90
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 838
  • Frá upphafi: 130123

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 639
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband