27.6.2022 | 16:29
Skerðu niður skuggavera, ljóð frá 23. júní 2019
Bakstungur? Heyri ég halelúja?
Helvíti er varla hjá mönnum!
Bakstungur? - Lyddur sem ljúga
Lífsháskans stræti við könnum.
Viðlag:Skerðu niður skuggavera,
skjálfandi gamalmenni?
Nístu greyin niðurskornu,
notarðu aðeins sem brenni?
Bakstungur? - Græn er þó grundin
sem getur ei svikið meira.
Bakstungur? - Uppdópuð undin
ekki mun sannleikann heyra. (Viðlag).
Bakstungur? - Vinstrið hið villta
varla þó málunum breytir.
Bakstungur? - Talið þitt tryllta
trúgjarna kjósendur þreytir. (Viðlag).
Bakstungur? - Vinstrið fékk valdið,
varla það áttu að níða.
Bakstungur? - Guðlausra gjaldið
í gættinni má ekki bíða. (Viðlag).
Bakstungur? - Feiman þér fórnar,
en fasistar gagnrýna konur.
Bakstungur? - Stefnan þér stjórnar,
þú stríðaldi heimskunnar sonur. (Viðlag).
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 19
- Sl. sólarhring: 136
- Sl. viku: 627
- Frá upphafi: 133098
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 477
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.