16.6.2022 | 15:41
Í Biblíunni er speki sem hefur ekki verið fullnýtt ennþá
Deilur standa nú um SÁÁ. Þau samtök hafa verið mörgum gagnleg, og ekki í fyrsta skipti sem menn deila um það sem skiptir máli. Ég ætla ekki að skipta mér af því nema að í DV grein er sagt að "Hersingin" hafi gert árás á Þórarin Tyrfingsson, (mannorð hans) og er þar vísað í alkunn orð Krists, hverju andinn svaraði sem ofsótti einstakling.
Önnur frétt í DV fjallaði um það að kaþólskir prestar sem hafa það af atvinnu að stunda andasæringar eru að komast í kulnun vegna álags. Guðjón Hreinberg hefur haldið því fram að margir sem hafa völd og nota þau rangt séu andsetnir. Spurning hvort uppeldi kynslóðanna hafi ekki mistekizt síðastliðin 50 - 80 ár og ástæðuna sé að finna þar. Aginn, feðraveldið, kristnin og trúarbrögð almennt, íslenzka menningin og hreintungustefnan, gömul gildi, þetta sem var svo dýrmætt á í vök að verjast.
Þegar mannasetningar toppa eitthvað sem stendur í Biblíunni mætti segja að hersing sé þar á bakvið, þar sem vald margra er þá farið að stjórna, vald hinna mörgu sem telja að ekki beri að fara eftir bókstafnum heldur túlkuninni á bókstafnum, eða gleyma því sem stendur í Biblíunni algerlega og fara nýjar leiðir.
Í gegnum margar aldir voru um það bil óbreyttar reglur sem lágu til grundvallar uppeldi barna. Agi var þar eitt af stóru atriðunum, að fullorðnir ættu að ráða, og leggja lífsreglur samkvæmt reynslu og slíku.
Í dag er varla til það mannlega svið tilverunnar til sem ekki er togazt á um, og gjarnan vísað í háskólamenntaða spekinga eða fræðimenn, útlenda, enda flestu hægt að finna stað í fræðaheiminum og flest hægt að rökstyðja þannig.
Sem betur fer hefur mannkynið þokazt eitthvað áleiðis í skilningsáttina og vísindaáttina, en hversu mikið af mestu framförunum voru gerðar fyrir miðja 20 öldina?
Sandkassaleikur í staðinn fyrir vísindasamfélag og stjórnmál? Eitt útilokar ekki annað. Fólk getur verið stórgáfað og hámenntað en látið samt stjórnast af því sem er rótfast í eðlinu og stundum kallað synd, en um það hugtak er auðvitað deilt einsog önnur nú til dags.
Ég tek undir með Snorra í Betel, að uppbyggingarstarf innan kirkjunnar sé orðið brýnt, eða þannig túlka ég hans nýjasta pistil.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 148
- Sl. sólarhring: 159
- Sl. viku: 756
- Frá upphafi: 133227
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 558
- Gestir í dag: 81
- IP-tölur í dag: 80
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.