Snilldargrein á DV um plánetu kvalanna, líkri því sem trúarrit fjalla um.

Fæstir gera sér grein fyrir því að innanum sjálfhverfar slúðurfréttir eru vísindalegar snilldargreinar á DV. "NASA rannsakar "helvítisplánetu" - hrauni rignir úr skýjunum" er ein slík grein eftir títtnefndan Kristján Kristjánsson, sem er vel að sér í ýmsu.

Það er skemmst frá því að segja að þessi grein staðfestir vísindi og fræði dr. Helga Pjeturss um framlífið, um himnaríki og helvíti, og hvernig hnettir það eru. Hann var mjög langt á undan sinni samtíð, taldi sig frelsara, sem hann sennilega var.

Hann skrifaði og talaði í ræðum á Skólavörðuholtinu um kærleikann og samstillinguna, til dæmis, að við Íslendingar ættum að vera forystuþjóð, og flykkjast um kenningar hans og samstillast í kærleika og friði, og það var aðeins hluti af því sem hann boðaði reyndar.

Taldi hann réttilega að okkar mannkyn væri á helstefnubrautinni. Einkenni helstefnunnar er aukin sundrung og minnkandi líforka, óhamingja, drepsóttir, styrjaldir og skortur á almennri yfirsýn þannig að hnötturinn bjargist, skortur á samhæfðum aðgerðum til að sporna gegn helstefnuöflunum.

 

Þetta er nokkur einkenni helstefnunnar. Lesandi getur spurt sig hvort eitthvað passi við nútímann:

 

1) Sífellt fleiri hópar sundrast og finna ástæður til að vera ekki sammála. Það heitir sundrung og ósamstilling, eða andstilling.

 

2) Kvenkyn og karlkyn berjast.

 

3) Trúarbrögðin snúast uppí styrjaldir og klisjur, áherzlan á kærleikann minnkar, svipað og gerðist með spænska rannsóknarréttinum, nornabrennunum og slíku, þegar mannkynið var hvað verst statt.

 

4) Veðurfarið spillist á helstefnuhnetti af völdum helstefnumannkyns af þessu tagi. Helstefnumannkynin sjálf verða þess valdandi. Hvað er búið að vera í fréttum undanfarna áratugi? Einmitt þetta.

 

5) Stríðsbröltið getur af sér gereyðingarvopn sem ógna lífi hnattarins alls. Jú, það passar einnig, því miður.

 

6) Drepsóttir og aðrir sjúkdómar magnast vegna minnkandi líforku.

 

7) Tæknin sem kemur fram og eflist verður svonefnd ólífræn tækni, það er að segja, nauðsynlegt er að búa til tæki og tól sem menga. Að lokum verða til vélmenni, hálfmenn, með vélahlutum sem varahluti.

 

8) Allt er gert til að líkja eftir lífstefnumannkynjunum. Ígræddir hlutir gera hugsanaflutning mögulegan að lokum, nokkuð sem lífstefnumannkynin geta án véltækni.

 

9) Menningin felst í blekkingu og að lokum andlegu lífi, það er að segja líkamarnir lokast inni í hylkjum, og lifað er blekkingalífi og draumlífi eins og sýnt var í Matrix-þríleiknum snilldarlega um og uppúr aldamótunum 2000.

 

10) Að lokum verður öll tilveran dystópísk, án þess að ég fari nánar útí það. Nóg er að benda á kvikmyndir sem fjalla um slíkt líf.

 

Í þessari DV grein er notað hugtakið "bundinn snúningur", en "bundinn möndulsnúningur" er hugtakið sem dr. Helgi Pjeturss notaði og er nákvæmara, en þetta skilst fullkomlega og er vísindalegt.

 

Því má bæta við að vísindagreinar nýlegar hafa fjallað um lækningar við sjúkdómum og framfarir í vísindum. Já, það eru lítil takmörk fyrir því hvað vítismannkynin geta þolað af sársauka og erfiðum aðstæðum, þar sem líkamarnir styrkjast og eflast á helstefnubrautinni eins og lífstefnubrautinni, og það gerir vítisvistirnar mögulegar án þess að dauði allra sem þar búa hljótist af.

 

Menn ættu að spyrja sig að því hvort húmanísk vísindi nútímans séu ekki að búa okkur undir að lenda á svona stöðum. Kærleikurinn virðist því miður ekki fara vaxandi, heldur andstilling og sundrung.

 

Það sem kirkjan kenndi í gegnum aldirnar getur verið satt og rétt. Nýalsfræðin útskýra það vísindalega, og nú rannsóknir á himingeimnum, loksins.

 

Dr. Helgi Pjeturss vildi sameina allt mannkynið með það að markmiði að finna líf í geimnum friðsamlega og eiga friðsamleg samskipti við önnur mannkyn samkvæmt hans draumakenningum, og kenningum um að guðirnir séu raunveruleiki, íbúar annarra reikistjarna, sem vilja hjálpa okkur, en djöflarnir, tröll, þursar og slíkt, einnig raunveruleiki, sem einnig vilji spilla fyrir, kallað Satan í kristinni trú svo dæmi sé tekið.

 

Guð kallaði hann "Hinn mikla verund", það er að segja æðstu veruna, sem innifelur alheiminn í sér og leitast við að fullkomna aðra. Hann var ekki trúlaus, en misskilinn af mörgum, því miður, og enn er það þannig um marga, að þeir njóta sín ekki vegna skammsýni, tortryggni og ótta við það óþekkta. Það eru fordómar og ekkert annað, að dæma áður en maður hefur hlustað eða lesið sér til gagns.

 

Stundum þegar fólk úr Samfylkingunni talar finnst mér það tala fallega eins og hann gerði. Ekki veit ég þó hvort hann hefði tekið undir ESB drauminn þeirra. Hann var nefnilega sjálfstæðissinni, vildi efla sjálfstæði landsins og þjóðarinnar.

Ég hvet fólk til að lesa þessa grein í DV, Nýalsfræðin og annað sem tengist þessu.

 

Þörfin á friðarstefnunni sem hann boðaði er mikil, og kannski aldrei meiri en nú.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 701
  • Frá upphafi: 133247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband