8.6.2022 | 04:37
Áhugavert jafnvægi á milli vinstri og hægri sjónarmiða í nýrri borgarstjórn Reykjavíkur - á yfirborðinu
Það er ekki nýtt að sigurvegarar steli af töpurum hugsjónum og stefnumálum. Meirihlutar stela kosningaloforðum af minnihlutum. Nýja borgarstjórnin í Reykjavík er samsuða af gömlu stefnunni hans Dags og Samfylkingarinnar og svo smávegis af því sem Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn hafa barizt fyrir. Sundabrautin er hreint hægrimál sem loksins er komið á dagskrá, og það lætur Dagur viðgangast fyrst hann heldur áfram sem borgarstjóri í tvö ár og Borgarlínan er enn á dagskrá.
Þetta eru haganlegar málamiðlanir. En þar sem þetta er hvorki hreinn vinstrimeirihluti eins og áður né hægrimeirihluti verður forvitnilegt að sjá og verða vitni að því hvort brestir komi í samstarfið á kjörtímabilinu eða ekki.
Líf borgarstjórnarmeirihlutans er líka undir útlendum öflum og atburðum komið. Vigdís Hauksdóttir var flæmd í burtu vegna þess að hún sagði sannleikann. Hún vann vinnuna fyrir aðra og varð því óvinsæl af spillingaröflunum. Hún benti á veikleika, sem koma í ljós og verða fyrst til vandræða ef margt heldur áfram á niðurleið, landsmálin, heimsmálin og slíkt.
Ef mikil kreppa mun koma alþjóðlega eins og sumir spá er hætt við að borgarstjórnin springi, vegna þess að þá verða varla peningar til að hrinda Borgarlínunni til framkvæmda, og þá kemst ótalmargt í uppnám annað. Það er þrýstingur fyrirliggandi í svona samsteypustjórn, því Framsókn er í eðli sínu lituð af hægriöflunum.
Ef kreppan kemur ekki, og þá vegna þess að mennirnir sem eiga heiminn eru ríkari en Andskotinn, og ríkari en löndin, þá mun borgarstjórnin sennilega halda velli út kjörtímabilið, og skuldirnar jafnvel aukast og þeim fleytt á næstu kynslóðir, eins og lenzkan er nú orðin víða.
En maður verður að reyna að vera svo bjartsýnn að líta á björtu hliðarnar á þessu. Koma Framsóknar inní borgarstjórn Reykjavíkur er stóratburður, og að vissu leyti endursköpun á öflum sem þarna eru að verki, heiðarleiki gagnvart kosningaloforðum og dugnaður fylgir hugsanlega Framsókn, en einnig ístöðuleysi og ódýr afgreiðsla á hugsjónum, því miður, ef þannig viðrar.
En það merkilega er að ef fólk verður ánægt með Einar og Framsókn gæti teiknast upp hægristjórn, og endurkoma Sjálfstæðisflokksins í borgarmálin í næstu kosningum. Þá yrðu samt þrjózkupúkar að hverfa úr smáflokkunum, sem hafa fordóma gagnvart Sjálfstæðisflokknum, eða að þeir skipti um skoðun og sjái eitthvað jákvætt við Sjálfstæðisflokkinn og fólkið innan hans.
Almenningur dæmir flokkana og fólkið á kjörtímabilinu. Þetta getur farið á marga vegu. Ef sjálfstæðismenn standa sig vel og hneykslismálin sem Vigdís kom á dagskrá eða önnur skella á Degi og hans flokkum, nú þá er ljóst að aftur fer að blása byrlega fyrir hægriöflunum. Þetta verður spennandi tímabil.
Dagur og Einar skipta með sér borgarstjórastólnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 132
- Sl. sólarhring: 180
- Sl. viku: 816
- Frá upphafi: 129931
Annað
- Innlit í dag: 117
- Innlit sl. viku: 628
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.