Áhyggjur þarf að hafa af næsta suðurlandsjarðskjálfta

Á meðan yfirvöld byggja háhýsi eins og enginn sé morgundagurinn og á meðan byggt er nálægt sjávarmáli í Reykjavík er vitað að suðurlandsskjálfti getur komið sem yrði 7 eða allt að því, eða meira, sem heldur betur myndi valda skelfilegum skaða, jafnvel manntjóni.

Einnig er vitað að sjávarmál á eftir að hækka, ef að líkum lætur. Orð Kristínar á veðurstofunni eru viðvörun, ekki spurning um hvort heldur hvenær stór suðurlandsskjálfti skellur á.

Aldrei áður hefur byggð verið svona þétt í Reykjavík. Það getur haft skelfilegar afleiðingar, út frá mörgum þáttum, bæði vegna jarðskjálfta, eldgosa og einnig vegna farsótta, sem erfiðara er að hemja í slíku þéttbýli.

Sagan segir frá hriklalegum jarðskjálftum og eldgosum, og þetta getur haft meiri áhrif á þéttbýlið en hefur verið fram að þessu, því eins og jarðfræðingar og aðrir fræðimenn hafa verið að fjalla um að undanförnu eru miklar líkur á að við séum komin inní óróatímabil sem varir 100 ár eða lengur.

Almenningur sýnir hjarðhegðun eins og kindur eða annar búfénaður, ekki aðeins í búsetumálum heldur öllum málum. Fræðimenn eru flestir sama dýrategundin, og réttar ákvarðanir ekki endilega teknar og því síður er mark tekið á þeim sem bezt vita eða gefa raunverulegar aðvaranir sem mark er takandi á.

Það eru sennilega mestar líkur á að mannkynið ráði ekki við hamfarahlýnunina. Kínverjar, Indverjar, Afríkubúar og Suður Ameríkumenn ráða mestu um það, þessar gríðarlega fjölmennu þjóðir og heimshlutar, sem ráða mestu um þetta í krafti mannfjölda síns. Sem getur þýtt að þar sem byggt er næst sjávarmáli í Reykjavík og annarsstaðar á Íslandi muni verða óbyggilegt.

Samt þótt þetta sé vitað gera byggingaverkfræðingar ekki ráð fyrir þessu, og tala eins og allt þetta reddist, allavega er það þannig í Reykjavík, Harpan og þetta nýja og fína hverfi hátízkubúða, þetta er mjög nálægt höfninni og sjávarmálinu. Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að gera ekki ráð fyrir verri sviðsmyndum.


mbl.is Fólk hvatt til að festa lausamuni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af jarðskjálftum hér hjá okkur. Ég byggði mér timburhús á áttunda áratugnum á Reykjavíkur svæðinu. Þá var í gangi umræða um Suðurlandsskjálfta. Spurði verkfræðinginn sem gerði burðarþolsteikningar af húsinu um þetta. Hann sagði mér að við hér og í Japan væri gengið útfrá því að öll hús héngu uppi þó kæmi skjálfti uppá 9 stig á Rither. Við fáum aldrei mikið yfir 7.
Þannig að byggingaverkfræðingar eiga að vinna eftir þessu.

Um hækkandi sjávarborð er engin vissa um að verði neitt sem skiptir máli. Sú sviðsmynd að Grænlandjökull bráði allur gengur t.d. ekki upp. Áður enn helmingurinn af honum er bráðnaður, er Golfstraumurinn farinn og þá fljótt að kólna aftur.

Og "hamfarahlýnunin" er mest  hugarfóstur. Við stjórnum ekki veðurfari. Náttúran hefur sinn gang. En við verðum að aðlaga okkur að náttúrinni. Að við og okkar aðgerðir skipti einhverju máli er bara mikilmennskubrjálæði.

Haukur Árnason, 16.5.2022 kl. 17:49

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir góða athugasemd, Haukur. Það er margt til í því sem þú segir. Timburhúsin geta leynt á sér og þolað vel jarðskjálfta. Húsið sem afi byggði var að hluta til timburhús og stóð af sér alla jarðskjálfta í 70 ár, og var hann þó ekki arkitekt. Já, þetta er margslungið.

En hitt efnið er jafnvel ennþá umdeildara, hversu mikinn þátt maðurinn á í veðurfarinu. Minn gamli líffræðikennari hann Árni Waag hafði allavega mikil áhrif á mig og ég trúi honum enn, þótt hann sé farinn yfir móðuna miklu, blessuð sé minning hans.

Ég skal viðurkenna að ég get ekki verið 100% viss, en ljóst er að þessi áróður dynur á okkur eins og heilagur sannleikur.

Ingólfur Sigurðsson, 17.5.2022 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 77
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 742
  • Frá upphafi: 127369

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 552
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband