12.5.2022 | 15:09
Það er þjóðernissveifla í Evrópudraumsýninni, (Júróvisjón), sem er gott
Vision getur þýtt margt, sjón, sýn, glöggskyggni, draumsýn, vitrun, eða uppljómun. Eurovision þýðir draumurinn um sameinaða og syngjandi, friðelskandi Evrópu, og Úkraína hlýtur að sigra keppnina núna, til að boðskapur hugmyndafræðinnar að baki komi í ljós, hvort sem þeir eru með bezta framlagið eða ekki.
Evrópudraumsýn er þessvegna hin rétta þýðing á Eurovision, eini gallinn er að orðið er langt og óþjált, en gott að nota það með.
Haft er eftir þessum sérfræðingi keppninnar, henni Kristínu H. Kristjánsdóttur að sumt hafi komið henni á óvart, eins og að Ísland komst áfram og Litháen, ekki Danmörk.
Loksins komum við Íslendingar með lag á íslenzku og því gengur vel, Litháen komst einnig áfram og fáir skilja þeirra mál, en svona atriði hljóma mun meira sannfærandi og eru meira heillandi en þegar sungið er á ensku. Því segi ég þetta: Það er þjóðernissveifla í Evrópudraumsýnarkeppninni í ár, og það er gott.
En talandi um góða íslenzku og framlag okkar Íslendinga, þá er ég ekki alveg viss um að það sé góð íslenzka að hafa fyrir börnunum sem kemur fram í viðlaginu:"Í dimmum vetri".
Að vetrarlagi er bezta íslenzkan eða um dimman vetur, hvorki á vetri né í vetri.
Að vísu segir málhefðin að við notum orðtiltækið "í vetur" eða "í sumar", en þá er undanskilinn ákveðinn greinir. "Í dimmum vetri", þar er óákveðinn greinir sem ekki kemur fram, og þá segir málhefðin að "um vetur" sé meira við hæfi.
En að því undanskildu er maður stoltur af því að heyra íslenzkuna sungna í Evrópudraumsýnarkeppninni fyrir framan allar þessar þjóðir, og þetta er hin bezta skemmtun.
Aldrei verið eins glöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 487
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.