Reynsla og þekking sem tapast. Afi minn kunni endurnýtingu betur en flestir.

Nýlega var verðbólgufrétt á RÚV sem vakti áhuga minn. Þar var talað um gildi sparnaðar og endurnýtingar þegar kreppir að. Þar var einnig talað um mikilvægi þess að fara með hluti á verkstæði í staðinn fyrir að kaupa nýjan varning.

Mér varð hugsað til afa míns og verkstæðisins að Digranesheiði 8. Hann var mikill snillingur í því að gera við hluti og ekki aðeins bíla. Verkstæðið hét "Véla og bifreiðaverkstæði Jóns Agnarssonar", enda gerði hann við næstum hvað sem var, vélar og hluti af ýmsum tegundum.

Hann var þekktur og annálaður fyrir færnina, og margir sögðu að einungis tveir menn gætu gert við allt á landinu, Jón í brekkunni og Stjáni meik. Báðir eru þeir nú dánir.

Það var ekki mjög sniðugt að rífa verkstæðið hans afa. Þar hefði verið hægt að kenna ungum nemendum í verkgreinum að gera eins og afi gerði, að nýta allskonar járnbúta, trébúta og önnur efni til að smíða úr, hugsa út fyrir boxið í verkgreinum. Ég veit ekki hvort þetta ert kennt í verkmenntaskólum, en náttúrutalent eins og afi vinna hlutina á annan hátt en þeir sem fara eftir stöðluðu námi. Ekki þar fyrir að hann var með góð og nægileg réttindi, hefði jafnvel geta unnið á sjónum sem vélstjóri, eða í verksmiðju, hér eða annarsstaðar. Nema, hann var farinn að gera við hluti strax í barnæsku, hann hafði þetta í sér.

Ég er svo hlynntur því að virða arfleifð fyrri kynslóða, að alþýðuhetjur gleymist ekki, að bæjarfélögin láti minningu þeirra lifa sem voru góðir við alla, vel liðnir og skildu eftir sig gott fordæmi.


mbl.is Allir þurfa að leggjast á árarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 178
  • Sl. sólarhring: 199
  • Sl. viku: 747
  • Frá upphafi: 127183

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 100

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband