Breytingar liggja í loftinu hjá RÚV, og kannski það hverfi af auglýsingamarkaði

Spilling þrífst á RÚV eins og annarsstaðar. Samstarf RÚV, Stundarinnar og Kjarnans er nokkuð sem margir myndu kalla spillingu, eða jafnvel samsæri. Stór hluti landsmanna hneykslast á spillingu í stjórnmálum. Það sýna mótmælin um helgar gegn bankasölunni. Hvað með spillinguna á RÚV? Á RÚV að stunda vinstrisinnaða æsifréttamennsku frekar en að sýna hlutleysi?

Þóra Arnórsdóttir er fjarskyld mér í gegnum afa og ættina hans Jóns Baldvins. Ég hef átt erfitt með að trúa einhverju sökóttu uppá hana því ég kann ágætlega vel við hana og þekki nokkra bræður hennar, heimsótti Kjartan nokkrum sinnum og Hrafn er skólabróðir minn úr Menntaskólanum í Kópavogi.

En það er oft stutt á milli þess að sýna dugnað og hæfni í starfi og að fara yfir strikið. Hún er mjög dugandi og áberandi, hefur verið það í störfum sínum, en skæruliðadeildin á RÚV hefur þarna heldur betur orðið umdeild.

Ekki veit ég hvort atgervisflóttinn af RÚV tengist þessu, en merkilegt að hann skuli hafa byrjað um svipað leyti og þetta komst í hámæli.

Það sem ég hef gagnrýnt er að greinilegur áróður fyrir fjölmenningu og vinstrigildum er viðhafður á RÚV. Erlendar heimildamyndir og áróðurmyndir hafa verið sýndar síðla kvölds þar í um 20 ár, sem allar stefna að sama pólitíska markmiðinu, að styðja sjónarmið Sósíalistaflokksins og Pírata, en skylda RÚV er að sýna hlutleysi eins og þekkt er.

Auk þess er fréttavalið með þessum hætti. Allar fréttir um Donald Trump hafa verið neikvæðar, allar fréttir um Joe Biden hafa verið jákvæðar. Þetta er ekki eðlilegt. Íslenzkt ríkissjónvarp á ekki að taka afstöðu í alþjóðastjórnmálum, hvað þá afstöðu í bandarískum stjórnmálum. Þetta sýnir að Hollywoodáróðurinn er farinn að gera fólk ósjálfstætt.

Þetta er ekki allt upptalið hvað varðar pólitíkina á RÚV. Gríðarlegum fjármunum er eytt í heimildamyndir til að upphefja konur, þeirra list og menningu, og eitthvað sem tengist vinstriflokkum og jafnaðarflokkum, fjölmenningu og annað. RÚV er rammpólitísk sjónvarpsstöð, en ætti að vera hlutlaus, eða jafnvel þjóðleg, íhaldssöm, eins og hún var áður, með réttu.

Svo er það stríðsreksturinn gegn Samherja og öðrum fyrirtækjum sem tengd eru með röngu eða réttu við Sjálfstæðisflokkinn.

Fræðimenn hafa fjallað um það nokkuð réttilega hvernig Framsókn og Sjálfstæðismenn höfðu tök á íslenzku þjóðlífi og menningu um langt skeið á síðustu öld. Hvað er langt síðan þetta breyttist, síðan Vinstri grænir og Píratar komu sér upp skæruliðadeild sem stjórnar mótmælum og mótmælendum, og síðan þeir náðu tökum á RÚV og fleiri fjölmiðlum?

Hlutlausir eftirlitsaðilar ættu að hafa rétt af stefnuna á RÚV fyrir löngu og þeir ættu að hafa gert hana hlutlausa.

Verður þetta mál til þess að kúrsinn á RÚV og fleiri fjölmiðlum verður réttur af og gerður hlutlaus? Vonandi.


mbl.is Boðinn friður gegn því að draga í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll,þetta er búið að ganga svo lengi hjá RÚV en ég tók eftir því fyrst smám saman eftir hrunið.-Ég hef ekki heldur trúað neinu misjöfnu upp á þóru;ég vann við prófyfirsetu með mömmu hennar Í HÍ en hún var viðskiptafræðingur,muni ég rétt.Merkilegt hve vesturbær Kópavogs líktist meira þorpi en hluta Kópav.,þar sem börn okkar gengu í sama skóla,Kjartan er skólabróðir dóttur minnar Jónínu,annaðhvort í MK. ellegar Kársnesskóla (kannski báðum).Gunnar heitinn bæjarstjóri sagði satt að það var gott að búa í Kopavogi; Gott að ala börn þar upp,fullt af opnum svæðum,Stelluróló og Vallargerðisvöllur... Og enn get ég kosið í bæjarstjórn.  

Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2022 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 597
  • Frá upphafi: 105466

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 471
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband