3.5.2022 | 09:51
Rétturinn til að fæðast - fagnaðarefni kristinna manna
Jón Valur Jensson hefði orðið glaður að frétta af þessu, væri hann á meðal okkar enn. Skammast menn sín fyrir að kalla þetta "réttinn til lífs" vegna valda femínista? Þannig hef ég heyrt þetta orðað í fríkirkjum - sértrúarsöfnuðum, og er það ágætlega orðað.
Hin umdeilda lagabreyting sem Svandís Svavarsdóttir stóð fyrir á síðasta þingi, og Katrín forsætisráðherra studdi með róttækum orðum og hætti, um þungunarrof fyrr í þunguninni, hún kann að enda með að breytast til baka, og ekki gott að segja hvernig slík endurskoðun verður, og hvort hún verði endilega femínistum í hag.
Eitt má fullyrða. Ef spár rætast um fleiri náttúruhamfarir og hörmungar, drepsóttir, jarðskjálfta og eldgos, stríð og fleiri hörmungar, þá er líklegra að mannkynið fari aftur til fortíðarinnar í allskyns réttindamálum, svokölluðum. Þannig eru dæmin. Menn leita í það sem hefur virkað, feðraveldið, gömlu kristnina og allt það.
Dregið verði úr rétti kvenna til þungunarrofs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 18
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 622
- Frá upphafi: 132075
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 515
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð sé minning Jóns Vals heitins.Jú líklega verða -fyrrum ýmis góð ráð- sótt aftur til fortíðar,rétt eins og ferli allra heimsins vetrarbrauta.
Helga Kristjánsdóttir, 3.5.2022 kl. 21:04
Blessuð minning JVJ.
-- Rétturinn til lífs, er afstyrmishugtak úr smiðju Marxista. Það hefur enginn rétt til að skilgreina "rétt til lífs" né afskilgreina.
Guðjón E. Hreinberg, 4.5.2022 kl. 14:46
Takk fyrir spakleg orð, Helga, þetta er vel mælt.
Ingólfur Sigurðsson, 4.5.2022 kl. 17:20
Sæll og blessaður Guðjón. Þú sýnir það enn og aftur að þú ert sjálfstæður, og tekur eigin afstöðu. En ertu þar með að segja að sértrúarsöfnuðir þar sem fólk er andvígt fóstureyðingum séu undir marxískum áhrifum? Ég hélt að þar væri meiri stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn. Ekki þar fyrir, að Sjálfstæðisflokkurinn er jafnaðarflokkur núorðið, og tæplega mikill hægriflokkur.
Ingólfur Sigurðsson, 4.5.2022 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.