22.4.2022 | 07:38
Undarlegt að Miðflokkurinn og Vigdís uppskera ekki vel, Vigdís Hauksdóttir hefur ein staðið sig vel í Reykjavík
Þegar Pírataflokkurinn var stofnaður héldu sumir að hann væri hægriflokkur. Það er eðli vinstrimanna að yfirtaka það sem vel er gert meðal hægrimanna ef mögulegt er. Þannig sagði Gunnar Dal frá því hvernig Almenna bókafélagið breyttist.
Stefna Pírata nú er eins og stefna Dags borgarstjóra, hugmyndasnauð eftiröpun á því sem gerist í erlendum stórborgum. Í raun er verið að kalla eftir útlendum vandamálum og lausnum, ekkert pláss fyrir íslenzkt hugvit eða íslenzka menningu, nema sem hluti af fortíðinni.
Áherzla er lögð á að efla Strætó, til dæmis, þótt það gangi alls ekki upp í framkvæmd. Prinsippmálin þrjú eru:Loftslagsmál, mannréttindamál og baráttan gegn spillingu. Það þýðir að berjast gegn einkabílnum, að leggja ofuráherzlu á heimskuleg kvenréttindamál og mismuna körlum og drengjum, og að setja fótinn fyrir Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn þar sem kostur er, og ófrægja alla sem ekki eru sömu skoðunar. Sem sé, ekki berjast gegn spillingu Dags borgarstjóra, heldur horfa framhjá henni, samþykkja hana og beina blinda auganu að henni, eins og sagt er á ensku.
"Við bregðumst við þegar erfið mál koma upp í staðinn fyrir að sópa þeim undir teppið", segir hún, og vísar til braggamálsins. Þau viðbrögð felast í því að gagnrýna ekki Dag borgarstjóra, taka aldrei undir með Miðflokknum sem komið hefur fram með gagnrýnina, heldur sýna meðvirkni í verki, sjálfstæð hugsun bönnuð, en valdagræðgi og samstaða með valdinu aðalmálið.
Það myndu sumir einmitt kalla að sópa málunum undir teppið, en saman eru Píratar og Samfylkingin svo sterk að þau geta kæft gagnrýni sem þessa.
Reykjavík er byggð þessum kynslóðum sem hafa komið fullmótuð úr skólunum, uppfullar af marxískri innrætingu, þar sem sezt er á ESB jötuna og farið eftir valdahugmyndum Sórosar. Síðan eitrar Reykjavík út frá sér önnur sveitafélög, og hnignunin heldur áfram um allt land. Konur í æðstu stöður, og ekki er hægt að finna strokufanga til dæmis án þess að skapa vandræði. Þetta er nú hinn glæsilegi árangur af kvenréttindunum og femínismanum.
Skólakerfinu hefur algjörlega mistekizt á Íslandi. Úr því koma möppudýr sem flýja til útlanda en ekki sjálfstæðismenn nema í minnihluta.
Eru það kennararnir í skólunum sem kenna þessum ungu kynslóðum að allt sé úrelt við hægriflokkana? Er það leyfilegt að vera með innrætingu í skólunum, ef svo er?
Vigdís Hauksdóttir hefur staðið sig frábærlega allan sinn feril í Miðflokknum. Það má eiginlega segja að hún ein hafi staðið sig vel. En þegar meirihlutinn er hæfileikalaus og spilltur, þá lendir góða og hæfa fólkið í einelti, eins og hún.
Borgarlína og þétting byggðar skipti höfuðmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 41
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 778
- Frá upphafi: 127474
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 556
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
... og segja má að þegar Vigdís var refskákuð í eina flokknum sem hefur [næstum því] getað talist til stjórnarandstöðu, vissi maður að héreftir væru allir flokkar landsins í einum risastórum Pravda einhug.
Guðjón E. Hreinberg, 22.4.2022 kl. 10:36
Ég er sammála og jafnvel rúmlega það.
Eina ástæða þess að ég nennti að fylgjast með litlausum aðdraganda þessara fyrirsjáanlegu kosninga, hvað þá að taka þátt í þeim er brostin með brotthvarfi Vigdísar Hauksdóttur.
Verði Reykvíkingum að góðu.
Jónatan Karlsson, 23.4.2022 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.