Hvort er Kína eða Rússland meiri ógn fyrir lýðræði Vesturlanda?

Þær voru ógnvekjandi fréttirnar frá Kína sem RÚV var með nýlega, hvernig fólk er lokað með valdi inni vegna "sóttvarnarsjónarmiða", og hvernig það æpir út til nágranna sinna í örvilnan og skelfingu, og þó átti veiran upptök sín þarna. Maður spyr sig hvort þetta sé framtíðin fyrir Vesturlönd, ef þau halda áfram á sinni jafnaðarfasísku braut.

Annars hefur Gústaf Skúlason á Útvarpi Sögu upplýst hlustendur betur en starfsmenn RÚV um klærnar á kommúnistaflokknum í Kína, hvernig þær teygjast til annarra landa, og ekki sízt til Bandaríkjanna, og hvernig Kínverjar eru farnir að hafa heljartök á Bandaríkjamönnum vegna erlendra skulda og eigna Kínverja í Bandaríkjunum. Svona er hægt að fara að því að stjórna heiminum, með eignarhaldi, það þekkir Georg Soros nokkur.

Áður en Úkraínustríðið hófst var Pútín talinn litli bróðir Xi Jinpings hvað varðar völd og áhrif í heiminum sem gagnrýniverð þóttu, og var Kína talin meiri ógn við Bandaríkin í efnahagslegu tilliti, ef ekki hernaðarlegu líka. Það er því svolítið grunsamlegt hversu einhliða andstaðan við Rússa er í þessu stríði, þegar það er alveg ljóst að Biden feðgar áttu þátt í að koma Zelensky til valda. Hann sér Vesturlönd í hillingum og vill fórna þjóð sinni fyrir það sem hann kallar frelsi Vesturlanda, þjóðinni sem búið er að innprenta með vestrænum boðskap.

En vita Kínverjar eitthvað meira um Covid-19 en við? Kannski vegna þess að þeir bjuggu hana til og hleyptu henni út? Er þetta geimveruveira sem breytir mönnum í geimverur? Ég á bók sem fjallar um að í ár muni geimverur yfirtaka jörðina, árið 2022.

Bókin heitir "2022, What Will Happen To Us When The Anunnaki Return To Earth In 2022?", eftir Maximillien de Lafayette.

Bókin er full af dulspeki og höfð eftir kvenkyns miðli, þannig að það eru ekki margir sem taka mark á þessu, en það er gott að reyna að vera vel upplýstur, því margt getur komið á daginn sem rétt sem dulspekingar, miðlar og sérvitringar sértrúarsafnaða halda fram.

Af hverju bregðast Kínverjar allt öðruvísi við Covid-19 en aðrar þjóðir? Vita þeir eitthvað sem aðrir vita ekki? Tengist Covid-19 þessum heimsendi, eða endurkomu geimvera?

Meira hefur verið um jarðhræringar og óáran í heiminum núna síðan kófið byrjaði en oft áður. Er það tilviljun? Erum við að stefna inní enn meiri breytingar og stóratburði? Hverju er sagt frá í fréttunum? Froðu sem er efst í löðrinu, brimrótinu?

Nei, maður á ekki að kokgleypa við öllu, og taka ýmsu með varúð, en þrjú andlát í Sjanghæ vekja undrun og efasemdir út af kófinu. Mér finnst oft vera ýmis sannleikskorn í dulspekinni, en hluti af vandanum við að meta slíkt að verðleikum er að vinstrielítan kastar því öllu frá sér sem rugli, þótt ábyggilega sé þar margt rétt innámilli.

Slík afstaða helgast af því að hluta til að frá þeim kemur einnig gagnrýni á heimsvaldastefnuna sem er við lýði í okkar heimshluta, og alþjóðastofnanir eru hluti af.


mbl.is Uppgefinn fjöldi látinna vekur upp tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er ekkert lýðræði lengur til.

Kannski hefur það aldrei verið til.

Guðjón E. Hreinberg, 21.4.2022 kl. 01:57

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er rétt athugað. Það er ekkert lýðræði lengur til í okkar heimshluta að minnsta kosti, og hefur ekki verið lengi. Hvenær hefur lýðurinn stjórnað? Í Grikklandi til forna var það ekki lýðurinn, heldur örlítil prósenta. Nei, ætli það sé ekki réttara að segja að tilraunir til lýðræðis hafa verið kæfðar. Við lifum í tilraun til lýðræðis sem mistókst. Okkar tilraun á Vesturlöndum er þó í skárri kantinum, miðað við margt annað, en hægt er að líta á það frá ýmsum sjónarhólum og komast að annarri niðurstöðu. Vonandi að þú haldir áfram að skrifa, undir rós eða ekki, því það er hvatning að sem fæstir láti ginnast.

Það þyðir lítið að vera með heimspekilegar athuganir ef búið er að kúga fjöldann, að vísu. En eins og við vitum, guðlegt réttlæti er ekki mannlegt (ó)réttlæti.

Ingólfur Sigurðsson, 21.4.2022 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 513
  • Frá upphafi: 132085

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 410
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband