5.4.2022 | 21:26
Vonbrigði að hann leyfi ekki fólki að vita hvernig orðalagið var
Ég tel líkurnar aukast á að Framsóknarnautið mikla verði hrakið úr fjósinu. Er það skárra að þjappa lokinu á pottinn þegar er að fara að sjóða uppúr eða leyfa gufunni að leika lausri og lyfta lokinu þar sem þrýstingurinn er undir? Mér finnst hann komast mjög klúðurslega frá þessu. Hvað var það sem hann sagði, vilja allir vita, en enginn fær að vita. Hlýtur að vera eitthvað hræðilegt fyrst hann getur ekki endurtekið það.
Hvernig væri að leyfa fólki að deila um þetta í smáatriðum í staðinn fyrir að Gróa á Leiti þurfi enn einusinni að eiga sviðið? Hann mun ekki græða á þessu, klaufabárðurinn sem opinberaði sinn innri mann.
Það vita það allir að þrýstingur í ýmsum málum er mikill en þöggun ríkir. Þetta er ekki eini málaflokkurinn. Ég held að það bæti ekki samfélagið að auka þöggunina. Gott og vel, kannski situr hann áfram og kannski ekki.
Kannski springur bara ríkisstjórnin útaf þessu klaufamáli manngarmsins. Hvort sem mikil alvara var á bakvið það sem fólk má ekki heyra eða ekki, þá heldur áfram að krauma í pottinum þangað til hann springur eða sýður uppúr endanlega. Einhverju er verið að leyna. Er það virkilega ljótt eða bara smávegis ljótt? Það er stóra spurningin.
Ríkisstjórnin gæti sprungið útaf þessu. Hann er einn af þremur sem myndaði ríkisstjórnina. Ef hann fer, þá losnar um límið sem heldur hinum saman.
Sér mikið eftir orðum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 10
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 790
- Frá upphafi: 129962
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 598
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.