2.4.2022 | 14:15
Hvað verður nú um Borgarlínuna?
Strætó neyðist til að draga úr þjónustu samkvæmt þessari frétt. Borgarlínuþráhyggjan gengur þó útá að útrýma einkabílnum og láta sem flesta nota almenningssamgöngur, hvað sem það kostar.
Ekki má gleyma því að leiðinlegur rauður fýlukall hefur verið að hrella "klapp-kerfis-notendur" strætó að undanförnu, oft eru tækninýjungar til baga en sízt til bóta.
Áætlanirnar um Borgarlínuna eru draumórar. Við erum ekki erlend stórborg, heldur eru hér séríslenzkar aðstæður eins og til dæmis Vigdís frá Miðflokknum hefur hamrað réttilega á.
Það er ekki hægt að spá fyrir um samgönguhegðun stórreykjavíkurborgarbúanna fjölmörgu í framtíðinni og heldur er ekki með góðu móti hægt að neyða þá til að velja bíllausan lífsstíl, þótt vinstrimenn vilji það margir.
Það sem réttast væri að gerðist er að Borgarlínan hljóti verðuga andspyrnu og gagnrýni og verði helzt aflögð, nema hægt sé að sýna fram á að hún borgi sig og verði notuð með haldbærum rökum.
Takið eftir upplýsingunum í fréttinni, eftirsóknin í strætó er svo lítil að þessi minnkaða ferðatíðni er talin spara stórfé, rúmar 200 milljónir.
Hvernig tekst Borgarlínufólkinu að tala sig frá þessum aðstæðum, að ekki er hægt að gera ráð fyrir að meirihlutinn muni nota strætó og Borgarlínuna?
Er þá kannski lýðræðið verra nú en það var fyrir 40 árum þegar feðraveldið var allsráðandi?
Strætó neyðist til að draga úr þjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 104
- Sl. sólarhring: 196
- Sl. viku: 788
- Frá upphafi: 129903
Annað
- Innlit í dag: 93
- Innlit sl. viku: 604
- Gestir í dag: 86
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður undarlegur útreikningur að sýna fram á hagkvæmni brúarmannvirkisins frá Bragganum í Nauthólsvík yfir til Kópavogs þegar einungis örfáir strætóar fá að fara þar yfir
Grímur Kjartansson, 2.4.2022 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.