Hafi maður fengizt við tónlist getur maður átt sér mörg markmið. Til dæmis að læra meira í tónlist og verða betri, að ná prófum í tónlistarskóla, eða þóknast foreldrum sínum.
Fyrir stráka af minni kynslóð og þar á undan var talið fínt að komast í hljómsveit og vaða í kvenkyninu. Ég held að oft hafi metnaðurinn ekki verið meira en sá.
Örfáir höfðu þó metnað til að bjarga heiminum, og þótt Bob Dylan hafi ekki fundið upp þá listgrein alveg sjálfur var hann einn helzti trúboði hennar með laginu "Blowing In The Wind" og er ennþá, sem táknmynd um þá stefnu, hvað sem honum finnst sjálfum um að vera slík helgimynd. Hann segist sjálfur vilja vera frjáls listamaður en ekki niðurnjörvaður sem kommaleiðtogi af því tagi.
Ég er búinn að ganga í gegnum allskonar svona skeið.
Það getur annars verið fullgilt markmið sé maður í tónlist að græða peninga. Það hefur mér ekki tekizt ennþá, en ég hef áhuga á því. Hugsjónir fortíðarinnar til hægri og vinstri eru eins og álegg, eitthvað sem er ekki nauðsynlegt. Það er alveg eins hægt að syngja um eitthvað marklaust, því fólki er alveg sama. Það lærir aldrei af textum, ekki lengur.
Þegar Bob Dylan sló í gegn með "Blowing In The Wind" árið 1963 var það sem andsvar við McCarthyismanum, og valdeflingarbylting blökkumanna, femínista og annarra minnihlutahópa stóð sem hæst, sem endurspeglaðist í pólitíkinni, Víetnamstríðinu og svo stúdentaóeirðunum nokkrum árum seinna, 68-kynslóðinni.
Bob Dylan hefði sem sagt ekki orðið svona frægur hefðu kringumstæðurnar verið aðrar. Honum var hampað fyrir að segja það sem allir hugsuðu, en hann orðaði betur en aðrir.
Svipað er það með Bubba Morthens. Hann er holdgervingur slor-femínismans og slor-verkalýðsins um 1980. Hann varð frægur sama ár og Vigdís forseti náði völdum, engin tilviljun. Kvennalistinn og Bubbi Morthens, sami hluturinn.
Núna er Bubbi orðinn viðurkenndur og vel stæður poppkóngur og segir það sem auðvaldinu hentar, en í umbúðum komma og jafnaðarmanna um leið, enda er þetta allt orðið sama súpan, fjórflokkurinn.
Það verða engar byltingar lengur.
Ég sé eftir því að hafa verið of feiminn þegar ég náði vinsældum sem tónlistarmaður.
Ég veit ekkert hvort ég næ því takmarki að gefa út eitthvað sem selst og kemur mér uppúr fátækt, en það er frekar takmark en að leita að sannleikanum.
Það er göfugt að vera kapítalisti og listamaður.
Dr. Gunni hjálpaði mér mikið að fá viðurkenningu á sínum tíma, og hann er jafnaðarmaður, bauð sig fram fyrir Samfylkinguna fyrir nokkrum árum. Auk þess er pabbi fyrrverandi Alþýðuflokksmaður og Samfylkingarmaður núna.
Ég hef ekki mikla trú á sjálfstæði þjóðarinnar lengur, en ég er viss um að við förum inní Evrópusambandið, það passar alveg við rolueðli þjóðarinnar, rollueðli þjóðarinnar.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 28
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 603
- Frá upphafi: 132934
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 438
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef aldrei heyrt Íslenskan tónlistarmann ná að deila tónunum sem óma frá öllum Íslenskum fjöllum. Hef heyrt einn og einn ná að nema tóninn en aldrei skilja hvað hann var með í förum og þessir fáu sem tónarnir sungu til snéru frá þeim þegar mannrollurnar veittu þeim eftirtekt. Sumir þeirra breyttust í eigin andstæður.
Guðjón E. Hreinberg, 29.3.2022 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.