23.3.2022 | 11:58
Ísland hefur misst mikinn stjórnvitring, Jóhannes Björn Lúðvíksson
Snillingurinn Jóhannes Björn Lúðvíksson er fallinn frá, einn frægasti samsærisáhugamaður Íslands. Mjög saknaði ég þess að hann skyldi ekki fenginn í Silfur Egils undanfarin ár, þar sem æskudýrkunin er farin að ráða frekar en vizkan.
Maður fylltist af aukinni aðdáun á honum þegar hann varaði við kreppunni fyrir 2008, auk þess sem hann var einn af rithöfundahetjum bernskuáranna, en bókin hans, Falið vald, var til á mínu æskuheimili, og las ég hana eins og margt annað fróðlegt og áhugavert.
Ég er viss um að hann hefði verið fær um að hrista upp í brestum skeknum samtíma okkar, ef hann hefði verið fenginn í Silfrið, en ekki áherzla lögð á þá sem kafa ekki djúpt í þjóðmálin og heimsmálin.
Til hvers er að vita af svona snillingum ef þeir fá ekki að láta ljós sitt skína í fjölmiðlum á meðan þeirra nýtur við og þeir eru á lífi? Hann var sorglega hógvær þessi síðustu ár sem hann lifði og skrifaði ekki jafn mikið í vefritin, því miður. Ég las þó stundum eftir hann færslur á Fésbókinni, og voru þær frábærlega skrifaðar, af þekkingu og innsæi, eins og við var að búast frá honum.
Vonandi að hann njóti góðrar uppskeru í framlífinu á framlífshnetti. Þessu tengt er að frétt vakti athygli mína í RÚV eða Stöð 2, um að einhver tók sig til og auglýsti störf sem aðeins væru fyrir 50 ára og eldri. Frábært framtak til að vinna gegn æskudýrkuninni skaðlegu.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 16
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 620
- Frá upphafi: 132073
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð minning.
Blessuð minning.
Guðjón E. Hreinberg, 23.3.2022 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.