Ísland hefur misst mikinn stjórnvitring, Jóhannes Björn Lúðvíksson

Snillingurinn Jóhannes Björn Lúðvíksson er fallinn frá, einn frægasti samsærisáhugamaður Íslands. Mjög saknaði ég þess að hann skyldi ekki fenginn í Silfur Egils undanfarin ár, þar sem æskudýrkunin er farin að ráða frekar en vizkan.

Maður fylltist af aukinni aðdáun á honum þegar hann varaði við kreppunni fyrir 2008, auk þess sem hann var einn af rithöfundahetjum bernskuáranna, en bókin hans, Falið vald, var til á mínu æskuheimili, og las ég hana eins og margt annað fróðlegt og áhugavert.

Ég er viss um að hann hefði verið fær um að hrista upp í brestum skeknum samtíma okkar, ef hann hefði verið fenginn í Silfrið, en ekki áherzla lögð á þá sem kafa ekki djúpt í þjóðmálin og heimsmálin.

Til hvers er að vita af svona snillingum ef þeir fá ekki að láta ljós sitt skína í fjölmiðlum á meðan þeirra nýtur við og þeir eru á lífi? Hann var sorglega hógvær þessi síðustu ár sem hann lifði og skrifaði ekki jafn mikið í vefritin, því miður. Ég las þó stundum eftir hann færslur á Fésbókinni, og voru þær frábærlega skrifaðar, af þekkingu og innsæi, eins og við var að búast frá honum.

Vonandi að hann njóti góðrar uppskeru í framlífinu á framlífshnetti. Þessu tengt er að frétt vakti athygli mína í RÚV eða Stöð 2, um að einhver tók sig til og auglýsti störf sem aðeins væru fyrir 50 ára og eldri. Frábært framtak til að vinna gegn æskudýrkuninni skaðlegu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Blessuð minning.

Blessuð minning.

Guðjón E. Hreinberg, 23.3.2022 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 620
  • Frá upphafi: 132073

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband