18.3.2022 | 09:10
Viskastykki
Þessi frétt er um hvernig eigi að djúphreinsa "vizkustykki", sem amma reyndar kallaði viskastykki, minnir mig, frekar en vizkustykki.
Orðið viskastykki er talið leitt af sögninni að viska, þurrka af, frá 18. öld, frekar en nafnorðinu visk, sem merkir vöndull eða knippi, og allrasízt af vizku, og því orðmyndin vizkustykki mjög hæpin.
Þetta er eitt af þeim orðum sem sýna og sanna hvað zetan er nauðsynleg til að bæta málvitund fólks. Þegar maður notar zetu dettur manni sízt í hug að skrifa eða segja vizkustykki, því lítil vizka er í þessum tuskum. En báðar orðmyndirnar eru til, viskastykki og viskustykki eða vizkustykki.
Meistari Sverrir Stormsker gaf annars út ljóðabók fyrir mörgum árum sem hét Vizkustykki, og gerði hann þar grín að þessari orðmynd.
Auk þess gerði Þórarinn Eldjárn stórskemmtilega smásögu eitt sinn sem heitir "Lífheimur borðtuskunnar", þar sem hann gerir stólpagrín að vísindaheiminum í heild sinni fyrir að beina stundum athygli sinni að fánýtum viðfangsefnum, að því er virðist.
Erfiðara er að hreinsa menn af synd og Metooskömm en borðtuskur, en álit kvenna á nútímamönnum er þó ekki meira en á borðtuskum almennt, séu þær grimmdarfemínistar með enga sjálfstæða skoðun umfram kennivald sitt.
En hvort hægt er að hreinsa konur af Metoomannhatri og femínisma, eitruðum kvenleika, er því jafnvel brýnni spurning en hvort hægt sé að hreinsa eitraða karlmennsku, vizkustykki eða viskastykki.
Svona djúphreinsar þú viskustykki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 130
- Sl. sólarhring: 152
- Sl. viku: 738
- Frá upphafi: 133209
Annað
- Innlit í dag: 79
- Innlit sl. viku: 547
- Gestir í dag: 71
- IP-tölur í dag: 71
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
... sem minnir á orðið synd, því mig hvorki sundlar af sindum mínum né koma þær af sundi. Ég vil helzt nota zetuna í skrifum, en ég kann Íslenzku svo illa að ég forðast það, eins er með syndina, að ég þori illa að skrifa sind rétt ... þannig virkar vit vizku þegar viskið er hrist ... að maður fyrirverður sig við hluti sem litlu skipta en skipta þó öllu máli.
Þetta er eins og með ferðalög um óravíddir hugarlandsins, sem sumir halda að sé heimspeki, en er í raun greining á óræðum hugtökum, því Heimspeki er það sem nútímafólk uppnefnir vísindi, ranglega, og það sem vísindin uppnefna heimspeki, er Hugtakafræði, réttilega. Jafn mikið og slíkir ferlar eru frómlegir og örsjaldan frumlegir, þá er ekki síðra vit í að sitja daglangt hjá gömlum sjóurum og horfa á þá splæsa saman reipi eða gera augu í bönd, að það er ekki síðri heimspeki en hugtakagreiningar.
Guðjón E. Hreinberg, 18.3.2022 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.