1.3.2022 | 01:28
Er góða fólkið svo gott þegar allt kemur til alls, eða hvað?
Þegar DV fjallar um Útvarp Sögu er það alltaf á neikvæðum nótum. Nú er þar ein slík frétt og vinstrihaturskórinn tekur undir að sjálfsögðu. Það eina góða við þessa frétt um Útvarp Sögu er að talað er um vefmiðilinn Fréttin.is, sem ég vissi ekki um áður, og er öfugt við það sem vinstrihaturskórinn segir, að sjálfsögðu, sem sagt fréttaveita sem gefur öðruvísi og skárri fréttir en mykjumokstursblaðamennskan úr Sorosarfjósinu.
Annars kemur það manni alltaf jafn mikið á óvart að einhverjum skuli hafa dottið í hug að kalla þetta fólk gott sem er vinstramegin í pólitíkinni, hvernig það getur hraunað yfir pólitíska andstæðinga með ennþá ógeðslegri fúkyrðum en svonefndir rasistar og þjóðernissinnar eða kapítalistar og frjálshyggjumenn leyfa sér.
Hvernig er hægt að búast við því að heimurinn sé friðsamur? Málefnaleg umræða er ekki stunduð af "góða fólkinu" svonefnda (sem er kannski verra en annað fólk), nema örsjaldan.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 40
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 543
- Frá upphafi: 132115
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 437
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.