Margt fer til spillis á okkar tímum

Það var í fréttum um helgina að bingósalurinn Vinabær væri að loka endanlega. Þetta minnir mig á hana ömmu, sem var svo einstaklega góð. Hún naut þess að fara í bingó, ég held í Glæsibæ og einhversstaðar annarsstaðar líka. Hún vissi um sögu bíóanna, en Tónabíó var vinsælt þarna á undan. Trípolíbíó þar á undan annarsstaðar í bænum í eigu sömu manna, og það var áður en ég fæddist, en mamma og hennar kynslóð sótti þann stað.

 

Verkstæðið hans afa var líka nokkurskonar félagsheimili fyrir karla. Þar var rætt um pólitík og allt mögulegt. Ég er viss um að femínisminn átti sinn þátt í því að það var rifið, á þessum kvenréttindatímum, þegar reynt er að rífa niður sögu feðraveldisins og karlavinnustaðanna, því miður, þar fer mikil auðlegð til spillis, reynsla og tæki.

 

Það er ekki erfitt að sjá það að öll menningin stefnir beint niðurávið, og öll lönd dragast með í fallinu, en mismikið.

 

Stríð eru hræðileg, en aðeins eitt helstefnueinkenni af mörgum.


mbl.is Hér tekur þú þátt í bingói kvöldsins í beinni!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hefurðu tekið eftir að raunsæjasta fólkið eru þeir sem áttu gott samband við ömmur sínar?

Guðjón E. Hreinberg, 2.3.2022 kl. 15:39

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já, eða snillingar eins og Halldór Laxness. Maður verður að sjá þvert yfir kynslóðirnar og vera ekki fastur í því kjaftæði sem maður gleypir í sig á því skeiði sem mótar flesta mest - unglingsárin.

Ingólfur Sigurðsson, 2.3.2022 kl. 17:08

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þú veist hvað Halldór Kiljan sagði um samband sitt við ömmu sína :)

Guðjón E. Hreinberg, 2.3.2022 kl. 21:11

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Nei, það hefur farið framhjá mér, en ég man að hann mat hana mikils, sagði hann í einhverjum viðtölum.

Ingólfur Sigurðsson, 2.3.2022 kl. 21:35

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Um leið og leikskólar og elliheimili verða sameinuð, svo börn samtímans upplifi það sama og kynslóðirnar sem voru aldar upp í baðstofum torfbæjanna, hverfa öll vandamál samfélaganna.

Guðjón E. Hreinberg, 3.3.2022 kl. 03:32

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Prýðileg tillaga. Með þátttöku kvenna í atvinnulífinu hófst afmennskun þeirra. Annars eru þessar ríkisvæddu uppeldisstofnanir hreinn hryllingur og væri einnig hægt að leggja þær niður til að efla samverustundir fólks, sem þá myndi þurfa að umgangast ömmur og afa, sem er alveg nauðsynlegt fyrir þroska.

Ingólfur Sigurðsson, 3.3.2022 kl. 16:33

7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þetta kemur - mannkynið hefur núna verið undir ríkishyggju sósíalismans í 100 ár, hugmyndafræðin virðist mér hafa fæðst 40 árum fyrr. Mannkynið hefur tekið svo marga kollhnísa, ég held að vandinn er að það er engin ný sýn sem fólk getur heillast af, við þurfum að ganga í gegnum dauða genginna sýna og ég held að við séum að byrja í þeirri aurskriðu.

Guðjón E. Hreinberg, 3.3.2022 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 489
  • Frá upphafi: 105831

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 403
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband