Efnahagsstríð - á bak við tjöldin

Sagt er að Kínverjar geri stríðsáætlanir sínar áratugi fram í tímann, ekki nokkur ár. Hví skyldi ekki sama máli gegna um Pútín og Rússa? Hann hefur að sjálfsögðu ráðgjafa sér til aðstoðar sem reikna út stöðuna hvað gerast muni í framtíðinni.

 

Úkraína er mikið forðabúr af náttúruauðlindum. Pútín veit eins og ráðgjafar hans að sé það rétt sem spámenn loftslagsbreytingavísindanna halda fram að hamfarahlýnunin hafi í för með sér hungursneyðir og efnahagskreppur í framtíðinni þarf hann að gera áætlanir í samræmi við það til að halda Rússlandi öflugu. Að ná Úkraínu á sitt vald hlýtur að vera hluti af þannig herkænsku fyrir framtíðina.

 

Almenningur í öllum löndum í dag kýs með buddunni, það er að segja, fólki er sama um stríð, mannréttindi og slíkt, ef það lifir þokkalegu lífi. Hneykslun er yfirborðskennt menningarfyrirbæri sem stýrir ekki kosningahegðun á erfiðleikatímum.

 

Það voru Vesturlönd sem sögðu Rússum efnahagsstríð á hendur þegar höftin byrjuðu fyrir löngu síðan, og rétt eins og Versalasamningarnir komu af stað annarri heimsstyrjöldinni hugsanlega hafa þvinganir gegn Pútín ýtt honum í þessa átt, ekki friðaráttina heldur stríðsáttina. Það er ljóst.

 

Grunnlínan er, Hitler reyndi að stjórna hugum almennings, og það sama gera hneyksluð Vesturlönd. Að stjórna fólki andlega, með Hollywood, hernaði eða öðru, kemur oft af stað stríði.

 

En svo er það neðanjarðarhagkerfið. Flestir hafa heyrt um dulnetið. Síðan eru dulnet undir dulnetinu og sífellt verður sá heimur flóknari. Það er mesta og ríkasta elítan sem hefur lykla að almættinu dýpsta og leyndasta eins og venjulega.

 

Nú þegar hafa Rússar komið sér upp hagkerfi sem lítið er tengt því vestræna. Kína og Indland taka þátt í því. Rússland er hið græna tré en Vesturlönd eru hið visnaða tré, svo vitnað sé í Passíusálmana, Biblíuna og orð Krists.

 

Kína, Indland, Rússland, Miðausturlönd, Afríka, Suður Ameríka, þetta eru allt rísandi hagkerfi á meðan Vesturlönd eru á niðurleið. Vissulega hefur efnahagsvöxtur Rússlands verið hindraður með efnahagsþvingunum, en styrkur þeirra er slíkur að þeir hafa ekki gefizt upp fyrir erfiðleikunum.

 

Í þessu samhengi verður að skoða efnahagsstríðið á milli Rússlands og Nató. Vissulega eru Vesturlönd eins og Titanic, risastórt fyrirbæri sem sennilega mun haldast á floti eitthvað lengur, en það er aldrei að vita.

 

Það sem flækir myndina eru þeir sem eiga heiminn og hjálpa Vesturlöndum, Bill Gates, Soros og fleiri. Risafyrirtækin í eigu svona aðila eru jafnvel stærri en þjóðríkin, og halda þjóðríkjunum á floti, sem eru löngu sokkin í raun.

 

En eftir því sem þessir aðilar verða í nánari efnahagstengslum við billjónerana í hinum rísandi löndum breytist myndin, og að lokum verða Vesturlönd hjáleiga eða nýlenda fyrrverandi hjálparþurfi ríkja.

 

Mannréttindahliðin á þessum stríðstímum er mest rædd, en fleiri hliðar eru til. Ekki ætla ég að segja að afleiðingar stríðsins verði auðveldar fyrir Pútín og Rússa, en þær verða heldur ekki auðveldar fyrir afganginn af heimsbyggðinni, og annað sem þarf að athuga, það er hæpið að efnahagsstríð við Rússa sér sniðugt fyrir Vesturlönd, fyrir utan að það eykur hættuna á raunverulegu vopnastríði ekki bara tengt Rússum heldur öðrum, því menn komast á ofbeldisbragðið og blóðbragðið, nauðganir og ofbeldi eru fylgifiskar sem vekja fíknir útfrá sér, svo fátt eitt sé nefnt.

 

Kínverjar komast upp með mannréttindabrot. Gildir öðru máli um Rússa og þá hvers vegna?


mbl.is Hafna tilboði Rússa um viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 49
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 552
  • Frá upphafi: 132124

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 444
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband