Er það eftirsóknarvert að líkjast fígúrum?

Margir hafa kvartað yfir því að tízkan hafi ráðið yfir sér. Hvernig svo sem manneskja Manfred Mugler var (sem þessi frétt fjallar um, tízkuhönnuðurinn sem er nýlátinn) skil ég ekki þörfina á því að láta slíka tízkuherra drottna yfir líkama sínum og lífi, hvort sem það eru konur eða karlar.

 

Ég vona að blessaður maðurinn hafi fengið frið hvar sem hann er nú staddur í framlífinu á öðrum hnetti, fyrir útlitskröfum, sem hann sjálfur lét greinlega undan, með lýtaaðgerðum á sjálfum sér.

 

Hversu miklar þjáningar hafa skapazt af óánægju með útlit og útlitskröfur, megrunarþráhyggju, átröskun og annað þessu tengt?

 

Maður hefði haldið að nútímakonur væru frjálsari undan oki þessara gömlu útlitskrafna, en þetta er eins og með annað, sumt gengur hægt og annað bara alls ekki.

 

Þessvegna er það mikill tvískinnungur þegar femínistar segjast ráða yfir líkama sínum með fóstureyðingum. Þær ráða allavega ekki yfir hugum sínum í þeim tilfellum, því hugmyndin um jafnrétti er alveg jafn tilbúin og fölsk eins og annað sem gagnrýnt er, hin hugmyndin er fastari í þróun mannsins, að munur sé á kynjunum. Að munur sé á kynjunum stenzt það sem vitað er um líffræðina, ekki það sem kennt er í háskólunum um kynjafræði og annað slíkt.


mbl.is Vaxtarlagið eins og úr teiknimynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.5.): 73
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 561
  • Frá upphafi: 147185

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 473
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband