Pólitísk rétthugsun er að drepa sjónvarpsáhorf og menninguna alla

Á bakvið þessa frétt um yfirtöku farsímanna er aldursdreifingin, að yngstu notendurnir kjósa snjallsímana og þau tæki fram yfir sjónvörp og tölvur.

 

Snjallsímar og snjallúr og allt það dót tekur sífellt meiri tíma. Útileikir að verða liðin tíð og uppátækjasemi, leikir og bóklestur. Gamalt og vandað málfar á útleið og enskir frasar allsráðandi, í öllum heiminum, einföld enska.

 

Ástæðan fyrir því að menningin er dauð er sú að pólitísk rétthugsun er orðin of valdamikil og fyrirferðarmikil. Það er búið að drepa vörumerki eins og Star Wars, James Bond og Star Trek í pólitík minnihlutahópa og pólitískri innrætingu kommúnískri. Fyrir vikið eru söguþræðirnir ótrúverðugir, leikurinn gervilegur, samtölin þvinguð og öll handritsgerð vélræn eins og á stalínstímanum í Sovétríkjunum.

 

Menn eru með getgátur uppi um að Bandaríkin geti verið að sigla inní efnahagskreppu og jafnvel allur heimurinn. Það kæmi ekki á óvart. En sú kreppa hefur þá átt sér langan aðdraganda í vinstrislagsíðumenningu og jafnaðarfasisma undangenginna áratuga.

 

Mér finnst bezt að njóta fræðslu eða skemmtunar með lestri bóka. Næstbezt finnst mér sjónvarpið, í þriðja sæti tölvur og snjallúr og snjallsímar í fjórða sæti þar á eftir.

 

Mér finnst þetta ekki góð þróun, helstefnuþróun eins og á eiginlega öllum sviðum. Myndskeið meistara Guðjóns Hreinberg eru áhugaverð, en helzt hefði ég viljað hala þeim niður í skrám sem hægt væri að spila á DVD spilurum fyrir sjónvarp. Það er mjög tímafrekt verkefni að umbreyta mp4 skrám í eitthvað sem DVD spilarar leika.

 

Af því að bandarískt sjónvarpsefni verður sífellt leiðinlegra eins og íslenzkt þá eru einræður skynsamlegs manns áhugaverðari en einhliða kommúnistaáróður RÚV og þeirra sem þau kaupa af efni.

 

Í þessari frétt kemur fram að sjónvarpið sé að deyja út. Er þetta ekki sambærileg frétt og þegar sagt var að hljómplötur væru að deyja út, hljóðsnældur, CD hljómdiskar og annað slíkt? Niðurstaðan hefur jafnan verið sú að þessir miðlar halda einhverri markaðshlutdeild, og sumir eflast á ný, eins og vínylhljómplöturnar, sem veita sanna upplifun þegar albúmin eru skoðuð og hlustað á þær í góðum græjum.

 

Ég vona að Donald Trump eða einhver sambærilegur Repúblikanamógúll stofni nýja Hollywood kvikmyndasmiðju, þar sem vinstriáróður verður bannaður, og út komi skemmtilegri og meira þroskandi kvikmyndir, eins og á blómatíma Hollywood, sem endaði fyrir um það bil 30 árum, og kannski fyrr.


mbl.is Sjónvarpið að deyja út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Stefánsson

Þú gerir þér samt grein fyrir því að þetta sem þú kallar sími er í raun bara lítil vasa tölva er það ekki? Algjör óþarfi að vera að setja tölvur í mismunandi flokka eftir stærð. Svo er líka hægt að lesa bækur í þessum litlu tölvum í gegnum forrit sem heitir kindle og það er hægt að læra nánast hvað sem er í gegnum þessi tæki, líka íslensku. Nú er ég alsekki að segja að notkun þessara tækja sé ekki orðin of mikil og að það sé ekki vandamál en það er algjörlega á ábyrgð einstaklingsins hvernig hann notar tækið hvort sem það er einungis til afþreyingar eða fróðleiks og lærdóms en vandamálið við frelsið er nú bara það að flestir velja afþreyinguna fram yfir allt annað. Frelsi er fjötur. Fjötur er frelsi. 

Davíð Stefánsson, 15.1.2022 kl. 09:30

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir góðan punkt á málin Davíð. En þessar litlu tölvur sem eru símarnir hafa lítinn skjá. Svo er margt sem glepur, auglýsingar sem maður sleppur við þegar bók er í hönd. 

Á sama tíma og maður vill styðja við frjálsan markað þá eru það risafyrirtækin sem þrengja sér að tilverunni. 

Þú kemur þarna inná marga punkta sem sýna hversu þversagnakennt þetta er. En það er allavega nokkuð óumdeilt að þessi þróun er skelfilega hröð, og börnin sem alast upp við þetta velja kannski ekki endilega afþreyinguna sjálf, heldur velur hún þau, því þau vilja vera eins og jafnaldrarnir. 

Ég er nú líka að minnast á þetta hér til að segja að það að hægja á sér við Covid krísuna getur haft það jákvæða í för með sér að samskipti er hægt að auka hjá fjölskyldunum, ef ekki er verið að þeytast í skólana. 

En mér er það ljóst af því sem þú skrifar að þú hefur íhugað þetta líka. Já, þetta er býsna margslungið mál í samtímanum sem margir spá í.

Ingólfur Sigurðsson, 15.1.2022 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 132092

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 414
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband