Óska gleðilegra jóla

Burtséð frá hvaða sögur eru sannar eða ekki má segja að inntakið í þeim sumum eigi enn við eins og um frið og kærleika. En í heimi sem fer sífellt meira útaf sporinu er kvíði í manni og óeirð, sorg og þverrandi lífslöngun. Maður reynir samt að bera sig vel.

 

Mínar minningar um jól tengjast ekki endilega friði eða slíku. Dramadrottningin hún mamma notaði yfirleitt jólaboðin hjá ömmu og afa til að láta vorkenna sér. Oft þurfti hún að vera með einhverjum mönnum í þá daga, þótt hún sé hætt því núna, sem hún taldi fara illa með sig. Hún hefur þessa frásagnargáfu sem amma hafði, nema vildi hafa sjálfa sig í aðalhlutverki. Afhverju var hún þá að sækjast eftir karlmönnum fyrst hún taldi þá fara illa með sig? Sú saga endurtekur sig í gegnum femínistana sem eru af ýmsum tegundum nú til dags, en gráturinn er þeim sameiginlegur.

 

Góðar eru samt minningarnar um allar smákökurnar sem amma bakaði fyrir jólin og friðsamlegar jólahátíðarnar á því heimili, og fjölmörgum öðrum hjá fjölskyldu og vinafólki.

 

Ég er skilnaðarbarn, en frá 5 til 10 ára aldurs bjó ég þó á heimili þar sem mamma var húsfreyjan en ekki amma. Fyrstu árin var mamma gríðarlega myndarleg og það voru góð jól. En eftir skilnaðinn við seinni manninn fór hún að vorkenna sér mikið. Hún hefur aldrei verið mjög hamingjusöm eftir það.

 

DV er fullt af fréttum þar sem ranghugmyndir kvenna eru allsráðandi. Þeim hef ég fengið að kynnast hjá mömmu. Þegar ég lærði að hætta að taka mark á þvaðrinu í henni skildist mér að kannski stærstur hluti mannkynsins er fullur af ranghugmyndum og eigingirni.

 

En það er gott að reyna að slappa af um jólin, og þá rætist setningin "fáfræði er sæla", því maður veit að Míþrasartrúin er það sem manni er boðið, og gömlu sögurnar um Baldur sem lætur sólina aftur skína eru alveg jafn óraunverulegar. En engu að síður, kannski er öll veröldin skáldskapur, eins og víddafræðingar og heimsfræðingar segja sumir nú til dags, strengjafræðingar og skammtafræðingar, að heimurinn sé ein stór almynd, það er að segja að allt sé byggt úr ljóseindum. En hvað eru ljóseindir? Er heimurinn kannski byggður úr hugmyndum, hugsunum, skoðunum?

 

Já, á endanum sanna kannski raunvísindamenn dulhyggjukenningarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Já friður og kærleikur eiga sama erindið í dag og áður, burt séð frá eðlis tilveru okkar, þá er hún það sem við eigum og höfum.

Takk fyrir þessi orð þín Ingólfur, umhugsunarverð, einlæg.

Gleðileg jól.

Með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 25.12.2021 kl. 12:26

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Eitthvað Er en enginn veit hvað það er.

Bestu kveðjur á jólablóti.

Guðjón E. Hreinberg, 25.12.2021 kl. 13:33

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég þakka innlitið og skilmerkilegar athugasemdir, félagar. Gleðilega hátíð.

Ingólfur Sigurðsson, 26.12.2021 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 106
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 713
  • Frá upphafi: 126542

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 502
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband