18.12.2021 | 06:11
"Lík ađ verki"
Poppbókin eftir einn bloggarann hér, Jens Guđ(mundsson) hafđi talsverđ áhrif á mig. Ţessi pistill er ţó upprifjun á öđru sem hann skrifađi í tímarit, sem ég man ekki hvenćr kom út, en ţađ var samt á níunda áratugnum held ég.
Ţađ var matvöruverzlun sem hét Drífa í Kópavoginum, á Hlíđarveginum. Númer 53 sennilega ţegar ég var ađ alast upp, en númer 16 áđur. Ţar keypti ég tímarit um tónlist, ţar sem ţessi grein var, og ég held ađ ég hafi veriđ innan viđ tvítugt. Sumt man ég vel, eins og ţennan pistil og efni hans.
Ţarna var mynd af John Lennon og ţetta var tilvitnun í hann. Hann mun hafa sagt ţegar hann frétti af dauđa Elvis Presley ađ hann hafi lengi veriđ dauđur, eđa allt frá ţví ađ hann kom úr hernum skömmu eftir 1960.
Jens tók undir međ John Lennon en bćtti ţví viđ ađ hann hefđi átt ađ viđurkenna ađ sjálfir hafi Bítlarnir veriđ dauđir á sólóferli sínum nokkurnveginn, sérstaklega Ringo Starr.
Ég hneykslađist talsvert á ţessu fyrst ţegar ég las ţetta, sem mikill Bítlaađdáandi, en sćttist ţó viđ ţetta og skildi ađ í ţessu var mikill sannleikur, ţví hér var veriđ ađ tala um andlegan og listrćnan dauđa frekar en líkamlegan.
Og ţó er ég ekki sammála ţessu ađ öllu leyti, ţví plöturnar međ Wings eru margar mjög góđar og sólóplötur McCartneys, Lennons og George Harrisons, og ekki allt slćmt á plötum Ringos heldur.
En sem Bítlar voru ţeir samstillt heild og í hópi albeztu hljómsveita frá byrjun, ef ekki sú bezta.
Nema hvađ, Bubbi Morthens er í ţessum hópi, "lík ađ verki", en síđast var lífsmark međ honum um 1990, og einhver sköpunargáfa. Allt eftir ţađ hefur veriđ COPY-PASTE, ţađ sama aftur og aftur, ţykjast vera ánćgđur og hamingjusamur.
Ţađ er lífsmark međ tónlistarmönnum, en margt vantar uppá. Niđurhal á netinu er ekki ţađ sama og ađ kaupa hljómplötur. Ég man ţann tíma ţegar tónlistarmenn voru hálfguđir. Ţađ var skemmtilegur tími, og dásamlegt ađ koma fram međ ţá, og fá frábćrar viđtökur. Nú er ţetta orđiđ flatneskjulegra, ţví miđur, enda frambođiđ ógurlegt af hćfu tónlistarfólki.
Mér finnst Bubbi Morthens vera algjörlega ofmetinn í seinni tíđ. Ég keypti hljómplötuna hans 18 konur á vinyl 2016, ári eftir ađ hún kom út og varđ fyrir miklum vonbrigđum. Laglínurnar voru svipađar öđrum lögum hans og textarnir líka. Hann var ţó glćsilegur á umslaginu eins og kvenundirleikararnir hans. Á sólóplötum Bítlanna má finna meira líf en á ţessari plötu. Ţađ er ekki hćgt ađ reikna út eftir almenningsálitinu eins og vélmenni hvađ fólk vill heyra og búa til ţannig lög og texta, ţađ er iđnađur en ekki mennska eđa listsköpun.
Fyrstu tvćr plöturnar međ Ego standa samt vel fyrir sínu og ýmsar plötur Bubba frá níunda áratugnum, ţar sem stílbrigđin eru margvísleg, og bođskapurinn.
Ţegar Sverrir Stormsker gaf út plötuna Stormskersguđspjöll áriđ 1987 hafđi hún mikil áhrif á mig. Ţar er eitt lag sem heitir "Ćvin er skömm", og lýsir lagiđ ţví hvernig hlustandinn verđur ađ vakna af deyfđ og dofa og nota líf sitt af meiri međvitund en flestir gera, ţví lífiđ er stutt. Ekki ósvipađur bođskapur og ţessar pćlingar um andlega lifandi og dauđa tónlistarmenn.
Ég held ađ um ţetta leyti hafi ég ákveđiđ ađ ţađ vćri miklu skemmtilegra og merkilegra ađ kafa dýpra en flestir gera, og hneyksla hóflega, hafa áhuga á skrýtnum pćlingum og fyrirbćrum.
Orđ John Lennons sem vitnađ er í eru til marks um metnađinn sem ríkti á hippatímanum, progrokkiđ og allt ţađ, ţegar tónlistarmenn báru sig saman viđ sígild tónskáld međ góđum árangri.
Um bloggiđ
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu fćrslur
- Syndafalliđ í Biblíunni - Aldingarđurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástćđa fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakviđ öll stríđ, og er...
- Sjálfstćđismenn ţurfa ađ sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ćttu ađ skammast sín, en ekki hćgrimenn. Mengun e...
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 85
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 744
- Frá upphafi: 127287
Annađ
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 556
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.