Uppúr öðrum sporum, ljóð 8. desember 2021.

Ljóð geta verið skemmtileg. Þau lýsa einhverju dulrænu og óræðu sem maður skilur stundum og fattar seinna. Mér finnst alltaf bezt að túlka mín eigin ljóð og annarra eftir langan tíma, þegar ég hef velt þeim fyrir mér lengi. Þetta er svo nýtt að ég túlka það ekki að sinni, en hægt er að njóta þess samt, og túlka á margvíslegan hátt.

 

Ekki auðfengið

með frekjunni barnanna á öllum aldri

 

Fellur döggin blá um nótt.

Við sigrum ekki öll.

Blómgaðar rósir í svörtum eitursins reit.

 

Meira og meira,

hrópað yfir hræðslunnar gný.

Ekkert er heilagt,

og tjón þeirra ríku eitt mælt.

 

Enginn er merkilegri.

Svo er staðið uppúr öðrum sporum.

 

Eitthvað sem ég öðlaðist einusinni

komið útí veður og vind,

fyrr en varir,

og afstæð upplifun

eða staðreyndir annarra...

kemur það ekki með nýju andlitin

að því loknu?

 

Skarð fyrir skildi.

Svo margt stórkostlegt

sem ekki komst til skila,

dróst niður í drulluna,

sökk þar til botns,

og þau verða að reyna allt aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 95
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 132045

Annað

  • Innlit í dag: 82
  • Innlit sl. viku: 574
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband