Litla Ljót eftir Megas, útgefið 2005, túlkun. Framtíðarspá um Covid-19?

Eftir að Megas myndaði Megasukk með vinum sínum og samtónlistarmönnum urðu textar hans og ljóð enn grófari en áður eins og alþjóð veit. Um þennan texta veit ég ekkert í smáatriðum, því ég hef ekki spurt um hann, en þar sem hann er kominn í almenna umræðu langar mig að túlka hann.

 

Þetta er dæmigerður greddutexti í grófari kantinum. (Á yfirborðinu að minnsta kosti, en gæti verið líkingamál um okkar tíma).

 

"Komdu fljót, litla ljót,

lasin ertu með fleiðraðan fót,

heppin stúlka að hitta á mig.

Ég er í hjálparsveitinni og sprauta þig.

 

(Viðlag):

L.Í.Ó.T.

Liggðu flöt en krepptu hné.

L.Í.Ó.T.

Glenntu þig svo að sem gleiðust sé.

 

Ekki baun sárt leggstu alveg flöt

og afslöppuð það þarf ekki að gera meir göt.

Græjaðu þig sem gleiðasta

já uppá gátt, ég sker bara á brókina. (Viðlag):

 

Nú kemur sprautustálið stinnt

einsog stýriflaug enda óræk hint.

Rennur, smýgur alla leið inn

og bara inní sjálfan pestarcentralinn. (Viðlag):

 

Nú kemur centrúmið séra ljót,

og svo enn og aftur þú ferð ekki á fót

fyrr en orðin ertu vel hraust

heyrirðu: Ekkert nema sprautur gamanlaust. (Viðlag):

 

Vanrækt ertu ljúfa löð,

langar engan til þess að þú sért glöð.

Þig vantar steinefni vesalings ljót,

það er jú völ á einu - hart er það enn sem grjót. (Viðlag):"

 

Fyrir það fyrsta þarf að svara því hvort þetta sé líkingamál eða venjulegt götumál nakið og augljóst? Er litla Ljót líkingamál fyrir þjóðina okkar á farsóttartímum eða er hún bara einhver vanrækt stúlkukind sem er ekki komið fram af virðingu eins og ljóðið sýnir?

 

Megas er umdeildur, en hann hefur opnað margar dyr.

 

Án hans væri margt ómögulegt í íslenzkri menningu síðastliðin 50 ár, ekki bara kannski heldur pottþétt og örugglega.

 

Ég þekki hann það vel að ég veit að hann var meðal þeirra fyrstu sem töluðu um mörg kyn, fleiri en tvö, þannig að hann er ekki eitthvað dæmigert karlrembusvín með fornar skoðanir á konum. Hversvegna hann kýs samt stundum að tjá sig svona eins og óheflaður unglingsstrákur án mannasiða er hans mál, og kannski ekki hægt að svara í fljótu bragði með bókmenntalegu ívafi.

 

Hann er dálítið flókinn persónuleiki og vel má vera að þetta sé ekki árás á kvenkynið heldur eitthvað í menningu okkar.

 

Það er hægt að líta á þetta á margan hátt. Það er hægt að kalla þetta árás á Bergþóru Einarsdóttur sem telur þetta ort um sig og vísar í lífsreynslu svipaða og lýst er í textanum sem hún lenti í með Megasukksmönnum.

 

En hægt er að kúga og beita ofbeldi á margvíslegan hátt, á bak við luktar dyr heppnast það bezt jafnan en ekki fyrir opnum tjöldum. Því hlýtur eitthvað annað að hafa vakað fyrir Megasi en að opinbera eigin hvatir.

 

Þeir sem þekkja vald ofbeldisins vita að það er fyrst og fremst vopn í höndum þeirra sem hafa réttlætinguna og samúðina sín megin. Þannig var kirkjunni og feðraveldinu unnt að kúga og beita ofbeldi í gegnum tíðina, en þannig er þetta tæplega lengur.

 

Nú er það mæðraveldið sem hefur vald ofbeldisins á sínum snærum, ekki síður að minnsta kosti.

 

Ég hef réttlætt ofbeldi og kúgun og ort um slíkt, en þá í sérstökum tilgangi, til að skjalfesta og mála upp mynd af ákveðnu fyrirbæri, áður en reynt er að láta það hverfa í tómið endanlega. Einnig til að fá útrás og skilja mínar eigin tilfinningar. Til að skilja tilfinningar verður að hafa þær á blaði, sérstaklega umdeildar og óvinsælar tilfinningar.

 

Ofbeldi og kúgun þrífst í þögninni. Megas og aðrir sem opinbera slíkt eru tæplega að styðja ofbeldi, kúgun, gerendur og karlrembusvín eða feðraveldið nema með hæpnum hætti með því að birta svona kveðskap. Það mætti alveg eins segja að hann sé að fletta ofanaf feðraveldinu með svona kveðskap og lýsa yfir stuðningi með undarlegum hætti við konur en ekki við þá sem ekki taka tillit til tilfinninga kvenna og nauðga, eða allt að því nauðga þeim.

 

En þarf samtíminn að segja að ég sé að lýsa yfir stuðningi við "gerendur" ofbeldis gegn konum með því að taka þennan pól í hæðina? Ég þekki Megas vissulega persónulega og hef ort svona eins og hann, þannig að kannski er ég ekki óvilhallur í málinu.

 

Ég ætla einungis að endurtaka þetta, að mögulegt er að líta á svona "kvenhaturskvæði" sem opinberun á því sem áður var þagað yfir, og því í anda nútímans en ekki fortíðarinnar, sem stuðningur við kvenréttindi og femínisma, með allt öðrum hætti en tíðkast, ekki sem meðvirkni við öfgafemínisma og grátkórsfemínisma, heldur sem kaldranalega lýsingu á veruleika sem er vafasamur, fólks í neyzlu á fíkniefnum, sem ræður ekki við eigin hvatir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 61
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 726
  • Frá upphafi: 127353

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband