Garggrýlur, gólgenglar og gorgönur? - þýðingar á merkilegum fyrirbærum

Gólem er uppvakningur í hebreskri dulhyggjutrú, (dulspeki) en góð þýðing á þessu orði gæti verið gólgengill, sá sem er leiddur af góli annars óvættar.

 

Gargoyle hefur verið þýtt sem ufsagrýla, held ég af Spaugstofumanninum Karli Ágústi Úlfssyni. Það orð væri hægt að þýða sem garggrýla. Gargugla myndi þó væra nær samstöfuninni, því y samsvarar oft g-i í okkar máli. Einhverskonar óvættur er þetta augljóslega. Garg-forliðurinn er ekki útí loftið, bæði er hann samhljóða alþjóðlega orðinu og eins er talað um að gala galdur, og garg er svipað fyrirbæri. Auk þess fer nútímamenningin fram með gargi og hávaða, þannig að það á vel við.

 

Gorgon eða gorgóna er svo skrímslið sem hreppir í álög, dáleiðir, (sem tákngervingu fyrir Medúsu) en það vill svo til að bæði gor og gan eru góð og gild íslenzk orð með merkingu sem er nálæg þessu orði. Gor getur þýtt blóðrefjar eða eitthvað slíkt sem við tengjum við hryllingsmyndir. Gan getur svo þýtt töfra, eða að æða áfram í blindni, að flana áfram vitstola.

 

Gorgana er því ágæt þýðing á gorgon, skrímsli sem breytir öðrum í stein, eða dáleiðir, rænir eigin vilja.

 

Ég hef haft samband við aðra áhugamenn um góða íslenzku. Þeir eru sammála því að költ sé gott nýyrði, hvorugkynsorð, og rímar við brölt, tölt, og skölt til dæmis. Það fellur vel að íslenzku beygingarkerfi sem er mikilvægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Góðar pælíngar.

Guðjón E. Hreinberg, 1.12.2021 kl. 23:30

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir það. Ef almenningur myndi gera sér grein fyrir hvaðan blekkingarnar koma væri mótstaðan meiri. Þú ert pottþétt á réttri leið með margt af þessu, en nákvæmar skýringar væru verðmætar. Ég tel að þessar verur geti verið til, þá þarf að útskýra á hvaða sviði þær virka og hvort hægt sé að skera á tengslin við okkur vesalings mennina. Ég er búinn að hlusta á nokkur myndbönd sem þú hefur gert. Sumt skilur maður og annað ekki. Verst er að þetta er ekki eins og að lesa bók, það koma nokkur korn innanum og svo kannski eitthvað annað. Engu að síður, mjög áhugavert.

 

Ég vil halda í vonina að rétt eins og Kristur gat rekið út anda sé það hægt enn í dag, með vísindalegum aðferðum og svo að valdefla þá sem eru réttlætisins megin. 

 

Maður sér það á andstöðunni sem sannleikurinn mætir að taflið er ekki tapað.

Ingólfur Sigurðsson, 3.12.2021 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 78
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 762
  • Frá upphafi: 129877

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 581
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband